- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Í dag, mánudag, eru fimm dagar í Ormsteiti Héraðshátíð, sem hefst föstudaginn 14. ágúst með hverfahátíðum, um allt Héraðið og síðan með formlegri setningarathöfn og hverfaleikum og karnivali á Vilhjálmsvelli.
Dagskrá Ormsteitis er nú verið að dreifa á öll heimili á Austurlandi. Dagskránin er glæsileg og fjölbreitt og fyrir alla fjölskylduna. Hana má einnig finna á vandaðri heimasíðu hátíðarinnar www.ormsteiti.is
Enn vantar fólk til þátttöku í karnivalinu og vakin er athygli á því að fólk á öllum aldri getur tekið þátt í atriðinu. Íbúar sveitarfélagsins og aðrir sem áhuga hafa eru hvattir til að taka þátt í að klæðast litskrúðugum og ljósaskreittum búningum og gera karnivalið að ógleymanlegum viðburði.
Þá er einnig hægt að skrá sig til þátttöku í nokkrum öðrum atriðum hátíðarinnar s.s. í söngvarakeppni barnanna, skógarhlaup Landsbankans, súpu- og brauðkeppni, markaðsdaga, uppáhalds kjólinn, blómaskreytingakeppni og ljósmyndakeppni. Þátttökuskráningar í þessa viðburði er hægt að gera á www.ormsteiti.is