Dagar myrkurs á Fljótsdalshéraði

Dagar myrkurs verða haldnir á Austurlandi dagana 30. október til 3. nóvember. Á Fljótsdalshéraði verður ýmislegt í boði í tilefni.

Miðvikudagur 30. október

14:00-19:00 Myrkraverk á Bókasafni Héraðsbúa: „Komdu og kíktu í dimma, dimma hellinn og skoðaðu allar skuggalegustu bækurnar… ef þú þorir.
17:30 Fyrirlestur og sýningaropnun í Safnahúsinu á Egilsstöðum. „Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld.“ Á sýningunni má sjá teikningar eftir nema við Myndlistarskólann í Reykjavík unnar uppúr lýsingum á eftirlýstu fólki sem birtust í Alþingisbókum Íslendinga frá 17. og 18. öld. Við opnunina fjallar Daníel G. Daníelsson sagnfræðingur um rannsóknir sínar á efninu og draga fram í dagsljósið nokkra eftirlýsta Austfirðinga. Nánar á www.minjasafn.is
Sýningin verður síðan opin á opnunartíma Safnahússins.

Fimmtudagur 31. október

14:00-19:00 Myrkraverk á Bókasafni Héraðsbúa: „Komdu og kíktu í dimma, dimma hellinn og skoðaðu allar skuggalegustu bækurnar… ef þú þorir.
11:00-16:00 Sýningin „Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld“ opin í Safnahúsinu.
20:00 Hrekkjavökubíó í Sláturhúsinu í umsjón Vegahússins.
Í leikskólanum Tjarnarskógi verður haldið uppá Daga myrkurs með því að börnin mála á krukkur og setja kerti í. Fimmtudaginn 7. nóvember bjóðum við foreldrum að koma þegar þau mæta með börnin sín í leikskólann og kveikja með þeim á kertunum. Krukkurnar eru settar fyrir utan hverja deild.

Föstudagur 1. nóvember

14:00-19:00 Myrkraverk á Bókasafni Héraðsbúa: „Komdu og kíktu í dimma, dimma hellinn og skoðaðu allar skuggalegustu bækurnar… ef þú þorir.
11:00-16:00 Sýningin „Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld“ opin í Safnahúsinu.

17:00-19:00 Dagar myrkurs í sundlauginni á Egilsstöðum.  Drungadiskó fyrri alla, börn, konur og karla.  DJ Ragnar Láki spilar hressa tóna. Ókeypis aðgangur.
20:00 Sláturhúsið, Gluggi-vídeóverk og ljóðauppákoma.

Laugardagur 2. nóvember

13:00 Nýr „Takeaway“ veitingastaður opnar í miðbæ Egilsstaða í Miðvangi. Opinn allan sólarhringinn fyrir fugla himinsins.
15:00-16:30 Útgáfuhóf í Bókakaffi. „Öræfahjörðin - Saga hreindýra á Íslandi“ (Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi og Sögufélag).

 

Sunnudagur 3. nóvember

17:30 Dandý stýrir myrkragöngu í Selskógi. Íbúar hvattir til að mæta í búningum og með vasaljós.

30. október til 3. nóvember

Sérstaklega notalegir dagar í Vök Baths og Vök Bistro. Tveir fyrir einn í laugarnar,* kertaljós og ljúf tónlist alla dagana. *Gildir ekki fyrir árskorthafa. Greitt fyrir dýrari miðann.
Gistihúsið býður upp á sérstakan „Myrkraborgara“. Ný og spennandi myrkraútgáfa af einum vinsælasta réttinum okkar.

Frekari upplýsingar um Daga myrkurs má finna á https://www.facebook.com/dagarmyrkurs/