- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Menntaskólanum á Egilsstöðum verður slitið í þrítugasta og fjórða sinn á laugardaginn, 18. maí. Útskriftar- og skólaslitarathöfn fer fram í hátíðarsal Grunnskólans á Egilsstöðum og hefst hún kl. 14. Alls munu 48 nemendur brautskrást frá skólanum. 33 stúdentar, 14 nemendur af skrifstofubraut og einn af starfsbraut.
Í fyrsta skipti mun stór hluti stúdenta útskrifast samkvæmt nýrri námskrá skólans, sem tekin var í notkun haustið 2011. Helstu nýjungar námskrárinnar eru svokölluð hæfniviðmið, þar sem lagt er mat á hæfni nemenda í námi og starfi. Skólinn hefur nú starfað í tvö ár með s.k. verkefnabundnu sniði, þar sem nemendur nýta stóran hluta tíma síns við að leysa verkefni í námsáföngunum.