- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs þann 24.4. 2017 var lagt fram minnisblað HAUST til þeirra sveitarfélaga sem standa að rekstri heilbrigðiseftirlitsins. Að lokinni umfjöllun um málið var eftirfarandi bókun samþykkt.
Bæjarráð tekur undir með framkvæmdastjóra HAUST og hvetur alla sveitarstjórnarmenn til að fylgjast vel með boðuðum flutningi verkefna frá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga til ríkisstofnanna og telur mikilvægt að heilbrigðisnefndir missi ekki forræðið yfir málaflokkum sem hefur verið farsællega á þeirra verksviði um árabil.
Bæjarráð telur augljóst að það sé hagkvæmast og skilvirkast að eftirlitsverkefnum sé sinnt í nærumhverfi, þar sem til staðar er þekking á staðháttum og aðstæðum á hverjum stað.