Bocciamót í Tjarnarlandi

Í byrjun októbermánaðar fór fram hið árlega bocciamót í Tjarnarlandi. Þetta var í 5. sinn sem mótið er haldið, en það er haldið í samstarfi við eldri borgara á Fljótsdalshéraði. Sölvi Aðalbjörnsson var mótsstjóri. Skipt var í konu og karlalið, þ.e. heldri konur og stelpur öttu kappi við heldri karla og stráka. Foreldrar nemenda komu og fylgdust með mótinu og var ekki annað að sjá en að allir hefðu ánægju af. Fengu nokkrir foreldrar að spreyta sig á mótinu með ágætum árangri. Þótt kvennaliðið hefði betur þetta árið var það ekki aðalmálið, heldur sú skemmtun sem fólst í leiknum með eldri borgurum og heimsókn foreldranna. Að lokum fengu allir þátttakendur viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna á mótinu.