Bæjarstjórn hvetur íbúa til þátttöku í „hreyfiviku“

Á fundi bæjarstjórnar þann 19. september lá fyrir bréf frá UMFÍ, dagsett 10.9. 2012, þar sem vakin er athygli á og hvatt til þátttöku í verkefninu Move week, sem hefur það markmið að fá sem flesta til að hreyfa sig í fyrstu viku október og hvetja til heilbrigðs lífsstíls. Það vakti þó athygli fundarmanna að þetta verkefni UMFÍ skuli bera enskt heiti, jafnvel þó svo að það geti talist alþjóðlegt.

 Í framhaldi af því var eftirfarandi tillaga lögð fram:  

Að tillögu menningar- og íþróttanefndar hvetur bæjarstjórn starfsfólk og íbúa sveitarfélagsins til þátttöku í „hreyfivikunni“ og felur starfsmanni nefndarinnar að koma upplýsingum um verkefnið til þeirra aðila sem sinna íþróttastarfi.

.