17.01.2008
kl. 00:00
Fréttir
Þriðjudagin 15. janúar s.l., hófu allir deildastjórar Fljótsdalshéraðs ásamt bæjarstjóra þátttöku í námskeiði sem miðar að því að gera stjórnunarteymi stjórnsýslunnar enn skilvirkara. Námskeiðið hefur það að markmiði að þjálfa þátttakendur í betri nýtingu tímans og forgangsröðun verkefna.
Námskeiðið heitir Árangur í starfi og er hluti af stærri heild stjórnunarnámskeiða frá Leadership Management International. Það er Reynir-ráðgjafastofa, á Akureyri, sem sér um námskeiðið.
Í námskeiðinu vinnur þátttakandinn með eigin afköst, greinir hvað skiptir máli í starfinu og vinnur að því að bæta það sem hann er ósáttur við. Lögð er áhersla á að finna nýjar leiðir í nýtingu eigin starfskrafta og í stjórnun annarra. Kynnt eru mörg stjórnunarverkfæri, sem stjórnandinn getur þjálfað sig í að nota til að efla sjálfan sig og auka mannauð stjórnsýslunnar.