- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021. Opnað var fyrir umsóknir 8. september og er umsóknarfrestur til klukkan 12 á hádegi 6. október. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
Sjóðnum er heimilt að fjármagna framkvæmdir er snúa að:
Sjóðnum er ekki heimilt:
Gæði umsókna
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel þau lög og reglur sem um sjóðinn gilda og vanda umsóknir sínar í hvívetna. Umsækjendum er bent á að kynna sér gæðaviðmið sjóðsins ásamt frekari upplýsingum um skilyrði lánveitinga og umsóknarferlið sem finna má á upplýsingasíðu um umsóknir.
Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum þjónustugátt Ferðamálastofu.
Umsóknarfrestur
Umsóknartímabil er frá og með 8. september til klukkan 12:00 á hádegi þann 6. október. Umsóknir sem berast eftir þann tíma koma ekki til álita. Ahugið að umsóknartímabil er annað en verið hefur og er nú u.þ.b. mánuði fyrr á ferðinni.
Frekari upplýsingar um sjóðinn má finna hér https://www.ferdamalastofa.is/is/umhverfis-og-gaedi/framkvaemdasjodur-ferdamannastada