- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi sinnir málefnum fasteigna sveitarfélagsins og nýframkvæmdum á vegum þess auk þess að undir hann heyrir stjórnun umhverfismála sveitarfélagsins. Undir hann heyrir einnig þjónustumiðstöð og verkefnistjóri umhverfismála.
Hann vinnur með skipulags- og mannvirkjanefnd að málum er varða fasteignir sveitarfélagsins og nýframkvæmdir. Einnig vinnur hann með umhverfis- og héraðsnefnd sveitarfélagsins að málum er varða umhverfis- og dreifbýlismál.
Leitað er eftir starfsmanni með góða viðeigandi menntun og/eða víðtæka reynslu af og þekkingu á fasteignastjórnun, viðhaldi fasteigna og nýframkvæmdum. Einnig þarf viðkomandi að hafa þekkingu og áhuga á umhverfismálum, s.s. skipulagi og fegrun umhverfis.
Viðkomandi þarf að hafa farsæla stjórnunarreynslu og eiga auðvelt með að vinna með samhentum hópi deildastjóra sem og öðru starfsfólki og íbúum sveitarfélagsins. Viðkomandi þarf jafnframt að geta sýnt frumkvæði og búa yfir skipulagshæfileikum. Gott tölvulæsi er nauðsynlegt.
Tekið verður tillit til Jafnréttisstefnu Fljótsdalshéraðs og verklagsreglna vegna ráðninga stjórnenda og annars starfsfólk m.t.t. kynjasjónarmiða, við ráðningu í starfið.
Með umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknir sendist skrifstofu Fljótsdalshéraðs Lyngási 12, 700 Egilsstaðir. Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 13. september 2010.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs í síma 4 700 700 og netfang bjorni@egilsstadir.is