Utankjörfundar atkvæðagreiðsla í umdæmi sýslumannsins á Seyðisfirði vegna Alþingiskosninganna laugardaginn 12. maí n.k. fer fram að Lyngási 15, Egilsstöðum (opið frá 9-12 og 13-15).
Einnig í skrifstofu sýslumannsins á Seyðisfirði, að Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði (opið frá 9-15), í útibúunum og Lónabraut 2, Vopnafirði (opið frá 10-13). Þá verður hægt að kjósa á hreppsstofu Borgarfjarðarhrepps á opnunartíma skrifstofunnar. Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 8. maí. Slík atkvæðagreiðsla má ekki fara fram fyrr en þremur vikum fyrir kjördag. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á sjúkrastofnunum mun fara fram í samráði við forstöðumenn þeirra þegar henta þykir og verður ekki auglýst frekar. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði 26. apríl 2007 Lárus Bjarnason