Aðventan í Sláturhúsinu

Dagskrá Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs í Sláturhúsinu á aðventunni hefst með ljóðalestri – og minnt er á að síðasti dagurinn til að sjá Sögusýningu Leikfélagsins er 2. desember.

28. nóvember
Klukkan 20:00 - Götusláttur regndropanna, upplestur úr nýútkominni ljóðabók eftir Svein Snorra Sveinsson

1.desember
Klukkan 15:00  - Kaffistund með eldri borgurum
Klukkan 20:00 Dansstund fyrir alla fjölskylduna, samkvæmisdans, danssýning og í lokin dansa allir saman. Leiðbeinandi Alyona Perepelytsia 

3. desember
Klukkan 16:00 - Myndleikar, tónleikar og opnum myndlistarsýningar þeirra systkina Páls Ivans frá Eiðum og Hrafnsunnu Ross.

10. desember
Klukkan 13:00 - Pönk og piparkökur, DDT og Austurvígstöðvarnar

Sögusýning Leikfélags Fljótsdalshéraðs er opin alla virka daga frá 09:00 til 17:00 til föstudagsins 2. desember.

Leikfélagsbíó alla fimmtudaga frá 1. desember klukkan 20:00.
Upptökur af völdum sýningum leikfélagsins sýndar í Frystiklefanum.