- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Jórlaug Heimisdóttir, verkefnisstjóri, kynnti verkefnið á opnum fundi á Hótel Héraði fyrir stuttu, en nálgast má frekari upplýsingar um það á heimasíðu Lýðheilsustöðvar. Sambærileg verkefni eru unnin í 25 sveitarfélögum undir stjórn Lýðheilsustöðvar.
Eins og fyrr segir hefur verkefnið það markmið að bæta lífshætti barna og fjölskyldna þeirra með áherslu á hreyfingu og góða næringu. Að þessu er unnið í samstarfi við stofnanir sveitarfélagsins með því m.a. að stuðla að aukinni þekkingu og skilningi á þeim þáttum sem þarna geta haft áhrif. Lögð er áhersla á að finna leiðir til að bæta aðstöðu og umhverfi með tilliti til bæði hreyfingar og mataræðis í sveitarfélaginu.
Stýrihópur verkefnisins á Fljótsdalshéraði hefur nýlega lagt fram tillögu að markmiðum og aðgerðaráætlun til ársins 2010 og var áætlunin samþykkt á fundi bæjarstjórnar 16. maí sl. Aðgerðaráætlunin er aðgengileg hér á heimasíðu sveitarfélagsins og eru íbúar hvattir til að kynna sér hana og taka þátt í að þeim markmiðum sem þar eru sett fram verði náð.