- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum 7. nóvember 2018, að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar, óverulega breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna breyttrar landnotkunar í Fossgerði.
Breytingin er gerð samkvæmt 2. málsgrein 36. Greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að breyta íbúðarsvæði á reit B8 (5,4 ha.) í landbúnaðarsvæði. Kemur breytingin til vegna breyttra fyrirætlana landeigenda. Fossgerði er um 2,5 km norðan við þéttbýlið á Egilsstöðum. Á aðlægu svæði, auðkenndu O25, er gert ráð fyrir mannvirkjum sem tengjast hestamennsku. Um þann reit gildir deiliskipulag frá árinu 2005. Umræddur reitur B8 er allur utan deiliskipulagssvæðisins. Um 170 metrar eru frá syðstu mörkum B8 að hesthúsum sem deiliskipulagið gerir ráð fyrir.
Með breytingunni er horfið frá fyrri uppbyggingaráformum og mun því stefna um landnotkun eftir breytingu líkjast meira núverandi ástandi og þeirri landnotkun sem er ríkjandi í grenndinni.
f.h. Bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi