Breyting á deiliskipulagi við Tunguás, Fljótsdalshéraði

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 3. júní sl., tillögu breytingu á deiliskipulagi við Tunguás, Fljótsdalshéraði.

Deiliskipulag var áður kynnt í nóvember 2019 og komu fram ábendingar við deiliskipulagstillögu. Eftir að kynningu lauk hefur verið unnið að úrbótum á deiliskipulagi út frá athugasemdum.

Meginmarkmið með deiliskipulaginu er að setja ramma utan um frekari uppbyggingu á svæðinu og er unnið á grundvelli skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Um er að ræða deiliskipulag fyrir svæði sem skilgreint er sem frístundabyggð og verslunar- og þjónustusvæði í gildandi Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Deiliskipulagið er unnið á grunni landskipta sem unnin var af Steinsholti ehf. árið 2013. Í gildi er deiliskipulag fyrir svæðið frá 2005 og verður það fellt út gildi við gildistöku nýs deiliskipulags.

Deiliskipulagið fellur ekki undir lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana þar sem deiliskipulagið felur ekki í sér framkvæmdir sem taldar eru upp í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Gerð verður grein fyrir áhrifum deiliskipulagsins á umhverfið í samræmi við gr. 5.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Tillagan er sett fram á
Deiliskipulags- og skýringaruppáttum 
ásamt skipulags- og byggingarskilmálum.

Tillagan, með skilmálum, er aðgengileg á vef Fljótsdalshéraðs.

Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum rennur út þann 4. ágúst nk. Athugasemdir skal senda í tölvupósti til gunnlaugur@egilsstadir.is og dandy@egilsstadir.is

f.h. bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson
skipulags- og byggingarfulltrúi