Breyting á deiliskipulagi við Eyvindará II Fljótsdalshéraði

Stærri mynd má sjá ef opnaður er tengill í fréttinni
Stærri mynd má sjá ef opnaður er tengill í fréttinni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Eyvindará II skv. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 20. maí 2020.

Deiliskipulag hefur verið í vinnslu um langan tíma og tafist vegna ýmissa ástæðna og er fyrri málsmeðferð fallin úr gildi.

Skipulagssvæðið afmarkast eins og fram kemur á uppdrætti.

Breytingin felur m.a. í sér að uppfærð er staðsetning gistihúss, lítilla gistihúsa og rotþróar. Uppfærð er vísun í aðalskipulagsuppdrátt. Skipulagssvæðið er stækkað til norðurs og bílastæðum breytt. Byggingarreitum er bætt við fyrir eitt lítið gistihús, gistiálmu til austurs, tengingu við eldri þjónustuhús og framtíðarstækkun gistiálmu til vesturs. Bílastæðum við aðalbyggingu breytt, fyrirkomulagi þeirra og stæðum fjölgað og bætt við rútubílastæðum.
Tillagan er sett fram á deiliskipulags- og skýringaruppdrætti ásamt skipulags- og byggingarskilmálum.

Tillagan, með skilmálum, er aðgengileg á vef Fljótsdalshéraðs.

Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum rennur út þann 4. ágúst nk. Athugasemdir skal senda í tölvupósti til gunnlaugur@egilsstadir.is og dandy@egilsstadir.is 

f.h. bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson
skipulags- og byggingarfulltrúi