Átta COVID-19 smit hafa greinst á Austurlandi. Öllum hinna smituðu hefur nú batnað og eru komnir úr einangrun. Fjórir eru í sóttkví.
Með hækkandi sól má gera ráð fyrir auknum ferðalögum innanlands. Flugfarþegum virðist vera að fjölga bæði til fjórðungsins og frá. Þá mun stefnt að fjölgun flugferða frá og með 4. maí úr þremur ferðum á viku líkt og nú er í eina ferð á dag.
Þessum breytingum er fagnað enda samgöngur mikilvægar frá öryggissjónarmiði ekki síst. Aðgerðastjórn vekur hinsvegar athygli á að slíkar hreyfingar milli landshluta kunna að auka möguleikann á smiti.
Hún hvetur því íbúa sem fyrr til að fylgja öllum leiðbeiningum um smitvarnir. Smit eru enn á landinu og ástandið því viðkvæmt líkt og það hefur verið allt frá því það fyrsta greindist í lok febrúar.
Tölum saman, áréttum mikilvægi árvekni sem fyrr, fylgjum tveggja metra reglunni og notum handþvott og spritt samkvæmt leiðbeiningum.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.