Þann 24. mars síðastliðinn greindist fyrsta COVID-19 smit á Austurlandi. Þróunin var hröð fyrst í stað og átta smit greindust fyrstu sextán dagana. Síðan 9. apríl hefur smit ekki greinst í fjórðungnum. Öllum hinum smituðu hefur nú batnað þannig að enginn er í einangrun sem stendur. Fjórir eru í sóttkví.
Staðan á Austurlandi er því þannig í dag að enginn telst smitaður af veirunni. Aðgerðastjórn bendir þó á, af venjubundinni varfærni, að hjarðónæmi er lítið sem ekkert enn sem komið er og við íbúar því jafnútsettir fyrir smiti sem kann að berast og við vorum í upphafi faraldursins.
Gleðjumst yfir niðurstöðunni, bíðum 4. maí, njótum hækkandi sólar og njótum lífsins hér á Austurlandi. Við erum á réttri leið.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.