Upplýsingar vegna Covid-19

Ekkert nýtt smit hefur greinst á Austurlandi og enginn er í einangrun.

 Aðgerðastjórn áréttar enn mikilvægi þess að hvert og eitt okkar sýni ábyrgð á eigin smitvörnum nú þegar sóttvarnalæknir hefur slakað á öðrum ráðstöfunum. Það gerir hún að þessu sinni með vísu sem hún komst nýlega yfir -

 Í handarkrikann hósta skalt, 
hreinar lúkur spritt´ ávalt.
Fólki í burtu frá þér halt
og farðu í rúmið, sé þér kalt.

(Höf. Stefán Bragason)

 Aðgerðastjórn gerir þessi orð að sínum og hvetur okkur öll til dáða sem fyrr.

 Gerum þetta saman.