Þrír eru nú í sóttkví á Austurlandi. Engin þekkt smit og því enginn í einangrun.
Nokkur munur hefur verið á uppgefnum tölum aðgerðastjórnar um þá sem eru í sóttkví á Austurlandi og sambærilegum tölum á COVID.IS. Ástæða þessa er sú að aðgerðastjórn hefur einungis talið þá sem eru í sóttkví á Austurlandi án tillits til þess hvort þeir eru þar með skráða búsetu. Þá hefur aðgerðastjórn ekki talið með þá sem eru í sóttkví B sem kom síðar og er af örlítið öðrum meiði. Þetta hefur skapað umræður og því ástæða til að skýra hér.
Aðgerðastjórn mun, þar til annað verður ákveðið, hætta að gefa upp tölur um sóttkví enda hafa þær verið lágar og ekki tengst smitum nú í nokkurn tíma. Áhugasamir geta því nálgast tölur á COVID.IS sem gefa þá vísbendingar um fjölda hér á svæðinu.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.