Tveir eru enn í sóttkví á Austurlandi. Enginn er í einangrun.
Fyrirspurnir hafa borist aðgerðastjórn um þá farþega er koma til landsins frá Norrænu, hvort þeirra bíði sóttkví. Samkvæmt gildandi fyrirmælum fara allir ferðamenn er koma til landsins, hvort heldur íslenskir eða erlendir, í fjórtán daga sóttkví við komu til landsins. Þeir tilkynna fyrir komu um dvalarstað hér á landi og halda beina leið þangað án samskipta við aðra á leið sinni. Smithætta vegna þeirra á því engin að vera.
Sóttkví í hjólhýsi, húsbílum eða slíku er óheimil. Sóttkví á hóteli er heimil með skilyrðum.
Aðgerðastjórn brýnir íbúa á Austurlandi til dáða sem fyrr og minnir á tveggja metra regluna sem enn er í gildi og minnir á gildi handþvottar og sprittnotkunar.
Gerum þetta saman.
Sjá leiðbeiningar varðandi húsnæði í sóttkví –
https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item41240/Husnaedi-
Leiðbeiningar á ensku:
https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item41241/Appropriate-housing-while-in-quarantine
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.