Upplýsingar vegna Covid-19

 

Íslensk erfðagreining í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Austurlands býður íbúum Austurlands upp á skimun fyrir Covid-19 laugardaginn 4. apríl og sunnudaginn 5. apríl.

Sýnataka fer fram á eftirtöldum stöðum:

  •  Egilsstaðir: Samfélagssmiðjan Miðvangi 31
  •  Reyðarfjörður: Molinn Hafnargötu 2 (gengið inn frá bílastæði hægra megin við aðalinngang, gegnt Sesam brauðhúsi)

Bókun hefst kl. 15 í dag og fer fram með því að skrá sig hér:

bokun.rannsokn.is/q/egils

bokun.rannsokn.is/q/reydisfj

Að lokinni skimun verður svar birt á vefnum heilsuvera.is 

Hringt verður í alla sem reynast vera jákvæðir.