- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs stendur fyrir fjórum námskeiðum fyrir stelpur á aldrinum 10 til 16 ára sem haldin verða á tímabilinu febrúar til október á þessu ári.
Fyrsta námskeiðið er Stelpur skjóta, en það er stuttmyndanámskeið fyrir stúlkur á aldrinum 13-16 ára í febrúar. Farið verður yfir fræðilegar og tæknilegar hliðar kvikmyndagerðarinnar með áherslu á stuttmyndagerð. Stelpurnar fá tækifæri til að taka upp örmynd og klippa hana. Námskeiðið fer fram í Sláturhúsinu dagana 24. og 25. febrúar. Leiðbeinandi á þessu námskeiði verður Dögg Mósesdóttir kvikmyndargerðarkona, formaður Wift og stjórnandi alþjóðlegu stuttmyndahátíðarinnar Northern Wave.
Í apríl er fyrirhugað námskeiðið Stelpur rokka, tónlistarnámskeið þar sem er spilað, samin fjölbreytt tónlist, settar sama hljómsveitir og haldnir tónleikar. Í september verður boðið upp á Stelpur mynda sem er ljósmyndanámskeið og í október er um að ræða Stelpur rappa þar sem verður rappað og rólað.
Námskeiðin standa yfir í 2 – 3 daga hvert og skráð er á hvert námskeið fyrir sig.
Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu á aldrinum 10 – 16 ára en það er þó misjafnt eftir námskeiðum og u.þ.b. 15 geta tekið þátt í hverju námskeiði. Viðmiðunarþátttökugjald er kr. 15.000 en efnis- og fæðiskostnaður er enginn. Frí og niðurgreidd pláss eru í boði.
Námskeiðin verða auglýst betur þegar nær dregur. Frekari upplýsingar í netfangi: mmf@egilsstadir.is
Skráning í stuttmyndanámskeiðið : mmf@egilsstadir.is með yfirskriftinni “Stelpur skjóta”.