Kjaftað um kynlíf með Siggu Dögg

Sigga Dögg kynfræðingur verður með fræðslufyrirlestur fyrir foreldra á Fljótsdalshéraði fimmtudaginn 16. maí 2019 klukkan 20. Verður fræðslan haldin í fyrirlestrasal Egilsstaðaskóla. 

Markmið fræðslunnar er að kynfræðsla verði sjálfsagður hluti af samræðum foreldra við börn sín og að fræðslan styrki þeirra samskipti. Sigga Dögg nálgast málefnið af húmor og á hispurslausan og hreinskilinn máta. Sigga Dögg hefur mikla reynslu af kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum, ásamt því að veit foreldrum fræðslu.

Daginn eftir, föstudaginn 17. maí 2019, er svo árlegur Forvarnadagur á Héraði fyrir unglingastig allra grunnskólanna og þar verður Sigga Dögg einnig. Hún ræðir við krakkana um allt sem viðkemur kynlífi og þau fá að spyrja hana nafnlausra spurninga.

Foreldrar á Fljótsdalshéraði eru hvattir til að fjölmenna í Egilsstaðaskóla.