Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs
1.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2019
2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 454
Málsnúmer 1901008F
2.1
201901002
Fjármál 2019
Bókun fundar
Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 voru launakjör nefnda skoðuð með hliðsjón af því sem gerist hjá sambærilegum sveitarfélögum. Út frá þeim samanburði var ákveðið að breyta einungis hlutfalli á þóknun fyrir fundarsetu í bæjarráði, en að aðrar greiðslur yrðu óbreyttar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að hlutfall þóknunar fyrir fundarsetu í bæjarráði verði hækkað úr 0,5 í 0,8 af viðmiðunartölu nefndarlauna. Þannig verði mánaðarþóknun fyrir fundarsetu í bæjarráði kr. 156.408 frá og með 1. janúar 2019, en taki svo breytingum eins og önnur nefndarlaun samkvæmt kjarasamningum FOSA. Í samþykktri fjárhagsáætlun ársins 2019 er gert ráð fyrir þessari launabreytingu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að styrkja Landsbjörgu sem nemur húsaleigu í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum vegna landsþings sem haldið verður 17. og 18. maí. Bæjarstjóra falið að útfæra styrkinn í samráði við forstöðumann íþróttamiðstöðvarinnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og er sammála um að byggja á fyrri tillögum um aðstöðu í Miðvangi 31, þó að því breyttu að aðstaðan komi í stað núverandi kaffistofu og salernis. Nýja rýmið innihaldi vinnuaðstöðu, funda- og kaffiaðstöðu, salerni og ræstiaðstöðu og verði á lengdina sem nemur fjórum sperrubilum í miðju hússins. Bæjarstjórn felur starfshópnum að láta hanna umrædda útfærslu og gera verkáætlun, ásamt því að móta frekari tillögu um fyrirkomulag starfsemi í húsinu að framkvæmdum loknum. Með vísan til hugmynda Búnaðarsambands Austurlands og skógarbænda á Héraði, telur bæjarráð að tillögur þeirra um tímabundna markaði með afurðir úr héraði falli vel að fyrirhugaðri notkun á húsnæðinu. Bæjarstjórn lýsir yfir vilja til áframhaldandi viðræðna við forsvarsmenn þeirra um slíka aðkomu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Vísað til liðar 3.7.
3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 455
Málsnúmer 1901012F
3.1
201901002
Fjármál 2019
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í bæjarráði var til umfjöllunar lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga, en lánakjör og lengd lánstíma höfðu áður verið rædd í bæjarráði. Lánið er tekið til að ljúka fjármögnun á uppgjöri við Lífeyrissjóðinn Brú.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir hér með á fundi sem haldinn er 06.02.2019, að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 100.000.000, með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2033, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar á afborgunum á eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs kt. 301254-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að hér eftir heyri rekstur reiðhallarinnar á Iðavöllum undir íþrótta- og tómstundanefnd og að atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi og verkefnastjóri íþrótta-, tómstunda- og forvarnarmála verði tengiliðir við notendur reiðhallarinnar. Reksturinn verði innan málaflokks íþróttamála, en viðhald reiðhallarinnar heyri áfram undir Eignasjóð.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs lýsir yfir áhuga á samstarfi við CiSuUs í því verkefni sem hér er sótt um fjármuni til. Framlag Fljótsdalshéraðs fælist í því að vera rannsóknarhópi innan handar um gögn sem gætu nýst, veita ráðgjöf og skapa vettvang fyrir hagnýtingu þeirra afurða og niðurstaðna sem úr verkefninu koma.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 456
Málsnúmer 1901015F
4.1
201901002
Fjármál 2019
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fram kom að boðað verður til landsþings Sambands Ísl. sveitarfélaga 29. mars nk. Kjörnir fulltrúar sem þar eiga seturétt munu fá sent fundarboð þegar það liggur fyrir.
-
Bókun fundar
Boðað hefur verið til aukaaðalfundar SSA þann 19. febrúar nk. Fundurinn verður haldinn á Hótel Héraði og hefst kl. 13:00. Fundargögn verða send út síðar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
5.Atvinnu- og menningarnefnd - 81
Málsnúmer 1901006F
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lá mál frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettinum 15. desember 2018, þar sem fram kemur hugmynd um samstarfsverkefni milli Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps um að koma upp reiðvegi umhverfis Lagarfljótið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd, þakkar fyrir hugmyndina og vísar málinu til vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lá mál frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettinum 15. desember 2018 þar sem fjallað er um möguleika á nýtingu Félagsheimilisins á Arnhólsstöðum fyrir gönguhópa.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn bendir á, eins og atvinnu- og menningarnefnd vekur athygli á í sinni bókun, að Kvenfélag Skriðdæla er leigutaki að félagsheimilinu og ákveður því hvaða starfsemi fer þar fram hverju sinni.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lá mál frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettinum 15. desember 2018 þar sem fjallað er um að malbika göngu- og hjólreiðastíg umhverfis Lagarfljótið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd, þakkar fyrir hugmyndina og vísar málinu til vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lá mál frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettinum 15. desember 2018 þar sem lagt er til að vakin sé athygli á kirkjunum sem menningarstofnunum t.d. á heimasíðu sveitarfélagsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og felur starfsmanni að ræða við Egilsstaðastofu um mögulega útfærslu á verkefninu á vefsíðunni visitegilsstadir.is þar sem nú þegar má finna upplýsingar um nokkrar kirkjubyggingar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
5.11
201901105
Skógræktarmál
Bókun fundar
Fyrir atvinnu og menningarnefnd lá tölvupóstur og tillaga frá Benedikt Warén, dagsettur 17. janúar 2019, þar sem hvatt er til þess að skógrækt á Fljótsdalshéraði verði hafin til vegs og virðingar og nái fyrri stöðu greinarinnar á landsvísu.
Atvinnu- og menningarnefnd hvetur bæjarstjórn til að skoða hlutverk sveitarfélagsins í eflingu skógræktar í tengslum við aðgerðir í loftslagsmálum, við endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lá tölvupóstur og tillaga frá Benedikt Warén, dagsettur 17. janúar 2019, þar sem hvatt er til þess að haldið verði áfram vinnu við skipulag um gagnaver með það að markmiði að árið 2020 verði hægt að taka í notkun gagnaver á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og telur brýnt að tryggð verði næg raforka á svæðinu til þess að hægt verði að byggja upp frekari atvinnurekstur, s.s. gagnaver. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að við endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið verði skoðuð frekar möguleg svæði fyrir gagnaver.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
6.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 105
Málsnúmer 1901009F
-
Bókun fundar
Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd lá tillaga að orkusparandi aðgerðum vegna húshitunar í Brúarásskóla.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn yfirmanni eignasjóðs að skoða aðrar lausnir við húshitun.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Fyrir umhverfis-og framkvæmdanefnd lá ósk um leiðréttingar sem varða Fljótsdalshérað, á 26. gr. gildandi fjallskilasamþykktar fyrir Múlasýslur, þar sem tilgreindar eru allar aðal- og aukaréttir fjallskiladeilda.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu að aðal- og aukaréttum í sveitarfélaginu. Einnig teljast allar heimaréttir aukaréttir.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur haft til umfjöllunar fyrirkomulag á vetrarþjónustu í dreifbýli.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir tillögum frá Vegagerðinni um aðferðir til að sveitarfélagið nái fram þeim markmiðum sem sett hafa verið varðandi þjónustustig í dreifbýli. Þau markmið eru fyrst og fremst að gera atvinnusókn úr dreifbýlinu í þéttbýlið mögulega með því að flýta mokstri þannig að hann fari fram að morgni og bæta þannig bæði þjónustu og öryggi íbúa í dreifbýli allt frá þeim sem sækja leik-og grunnskóla til þeirra sem sækja atvinnu og þjónustu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá fyrirspurn frá Hesteigandafélaginu í Fossgerði um áform um framkvæmdir við lýsingu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fyrsti áfangi framkvæmdar verði heimreið að hesthúsum af öryggissjónarmiðum. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna að kostnaðar- og verkáætlun.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Heilbrigðiseftirlit Austurlands óskar eftir að á vegum sveitarfélagsins verði ráðist í átak til að fækka villiköttum á Egilsstöðum og í Fellabæ í samræmi við samþykkt nr. 912/2005 um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í sex sveitarfélögum á starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmönnum að ganga í átak til föngunar villikatta á Egilsstöðum og í Fellabæ skv. fyrirliggjandi verklagi nú í febrúar og/eða mars eftir því sem hentar vegna veðurs og annarra verkefna. Jafnframt lagt til að samhliða átakinu verði íbúar hvattir til að skrá gæludýr sín.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Verklýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Breytingin er vegna virkjunaráforma Artic Hydro á Geitdalsá.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn verklýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og að málið fái meðferð í samræmi við 30. gr. laga nr.123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Tilkynning um breytingu á aðalskipulagi Fjarðarbyggðar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og hefur ekki athugasemdir við tillöguna.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Tekið fyrir undir lið 3.7.
-
Bókun fundar
Erindi frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða þar sem óskað er eftir frekari gögnum með umsókn um styrk.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn útgáfu á framkvæmdaleyfi vegna umræddra framkvæmda.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Til umfjöllunar er tillaga að deiliskipulagi Grund - Stuðlagil.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og að hún fái meðferð í samræmi við 41 gr. laga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
7.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 271
Málsnúmer 1901010F
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu hjá fræðslunefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Niðurstöður könnunar meðal foreldra og starfsfólks um sumarlokun leikskóla kynntar. Niðurstöður eru samhljóða niðurstöðum hliðstæðrar könnunar sem gerð var árið 2015.
Eftirfarandi tillaga lög fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og leggur því til að skipulag sumarleyfa verði óbreytt á komandi árum, þ.e. að sumarleyfi rúlli á þriggja ára tímabili með viku millibili og sumarleyfi 2019 verði því frá og með 3. júlí til og með 30. júlí.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
8.Íþrótta- og tómstundanefnd - 49
Málsnúmer 1812013F
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir íþrótta- og tómstundanefnd lá mál frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettinum 15. desember 2019, þar sem bent er á að halda eigi í frjálsíþróttaaðstöðu á Vilhjálmsvelli. Þá er spurt hvort starfsfólk áhaldahúss og/eða íþróttamiðstöðvar geti komið meira að uppstillingu og undirbúningi þorrablóts.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og þakkar fyrri ábendinguna og vísar til bókunar nefndarinnar varðandi framtíðarskipulag íþróttamannvirkja sveitarfélagsins.
Hvað varðar aðstoð starfsfólks Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum við undirbúning þorrablóts, er bent á að starfsfólk Íþróttamiðstöðvar hefur aðstoðað eftir megni hingað til varðandi aðstöðusköpun í húsinu og ekki ástæða til að ætla að breyting verði á því.
Rétt er þó að benda á að þorrablót á Héraði eru haldin og að þeim unnið af íbúunum sjálfum á hverjum stað og eru því ekki í verkahring sveitarfélagsins sem slíks.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur mál frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettinum 15. desember 2019 þar sem lagt er til að sveitarfélagið sæki um styrk til Alcoa fyrir ærslabelg.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd, þakkar erindið og vísar því til vinnu við skipulag Tjarnargarðs og Selskógar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur vinna við framtíðarskipulag uppbyggingar íþróttamannvirkja sveitarfélagsins, skv. starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir þá hugmynd íþrótta- og tómstundanefndar að stefna að opnum íbúafundi á fyrri hluta árs um framtíðarskipulagið og í framhaldi af því verði skipaður starfshópur um málefnið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur að endurnýja og endurbæta skilti sem snúa að notkun tóbaks, rafretta og annarra vímugjafa við íþróttavelli og -mannvirki á Fljótsdalshéraði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar felur bæjarstjórn starfsmanni nefndarinnar að vinna málið áfram í samráði við forstöðufólk.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
9.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 76
Málsnúmer 1901005F
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla ungmennaráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Ungmennaráð Unicef á Íslandi óskar eftir áhugasömum einstaklingum til að starfa með ráðinu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði og beinir auglýsingunni til allra 14-18 ára ungmenna á Fljótsdalshéraði og hvetur áhugasama til þess að sækja um til að vinna að réttindum barna og ungmenna.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
9.4
201901092
Milljarður rís
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fagnar áhuga ungmennaráðs á að taka þátt í skipulagi verkefnisins Milljarður rís og hvetur íbúa sveitarfélagsins til þátttöku í viðburðinum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur bókun bæjarráðs þar sem samþykkt er að óska eftir því við ungmennaráð að það geri tillögu um hvernig sveitarfélagið geti staðið að kynningu heimsmarkmiða S.Þ. fyrir íbúum og fyrirtækjum sveitarfélagsins. Jafnframt komi ungmennaráð með ábendingar um hvernig samþætta megi markmiðin og stefnumótun sveitarfélagsins almennt.
Breytingartillaga Bjargar Björnsdóttur borin upp og samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Eftirfarandi tillaga, með áorðinni breytingu, lögð fram:
Að tillögu ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs samþykkir bæjarstjórn að stofnaður verði starfshópur um endurskoðun á núgildandi umhverfisstefnu sveitarfélagsins og að Heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna verði höfð að leiðarljósi við þá vinnu. Einnig verði horft til Heimsmarkmiðanna við endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshéraðs. Þess verði gætt að ungmennaráð eigi virka þátttöku í slíkum starfshópi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur að Ungmennaþing 2019 verður haldið 4. apríl 2019 og er heiti þess, Ég vil móta mína eigin framtíð.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar
-
Bókun fundar
Fyrir liggur tölvupóstur frá UMFÍ þar sem auglýst er ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði sem fer fram í apríl næstkomandi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu ungmennaráðs samþykkir bæjarstjórn að tveir fulltrúar ráðsins, ásamt starfsmanni, fari á ráðstefnuna.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
10.Félagsmálanefnd - 170
Málsnúmer 1901013F
-
Bókun fundar
Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.
10.3
201901170
Húsnæðisáætlun
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Með nýjum lögum er tóku gildi þann 1. október 2018 er sveitarfélögum gert að stofna notendasamráð fatlaðs fólks skv. 8. gr. og 2. mgr. 42. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Innan þjónustusvæðisins Austurlands hefur til tveggja ára verið í gangi tilraunaverkefni um notendasamráð sem hefur gefið góða raun.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar felur bæjarstjórn Guðbjörgu Gunnarsdóttur, verkefnastjóra í málefnum fatlaðs fólks og Helgu Þórarinsdóttur, verkefnastjóra hjá Skólaskrifstofu að útfæra samráðsnefndina sem nú er starfandi og aðlaga að nýjum lögum í samráði við Félagsþjónustuna í Fjarðabyggð. Einnig er þeim falið að leggja fram kostnaðaráætlun þar sem ekki er gert ráð fyrir þessum lið í fjárhagsáætlun félagsþjónustu fyrir yfirstandandi ár.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fæðisgjald í Stólpa, hæfingu og iðju hefur verið það sama síðan árið 2011 og hafa starfsmenn málaflokksins lagt til endurskoðun á gjaldinu til samræmis við heimsendan mat þar sem verð fyrir bakkamat er 1070,- kr. Fæðisgjaldið er nú 500,- kr. og innifelur morgunmat, hádegismat og kaffihressingu. Félagsmálanefnd bendir á mikilvægi þess að notendur þjónustunnar komi að matargerð og undirbúningi matmálstíma.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn að hækka fæðisgjald í skrefum, í þetta skiptið úr 500,- kr. í 700,- kr. Verðbreyting tekur gildi 1. mars n.k. Næsta endurskoðun fæðisgjalds fer fram samhliða fjárhagsáætlunargerð ársins 2020.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu
-
Bókun fundar
Lagt fram.
11.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar - Gistihús Birtu
Fundi slitið - kl. 19:00.
Að lokinni greinargóðri kynningu var Sigurði þökkuð koman og veittar upplýsingar.