Félagsmálanefnd - 170

Málsnúmer 1901013F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 288. fundur - 06.02.2019

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.
  • .3 201901170 Húsnæðisáætlun
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Með nýjum lögum er tóku gildi þann 1. október 2018 er sveitarfélögum gert að stofna notendasamráð fatlaðs fólks skv. 8. gr. og 2. mgr. 42. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Innan þjónustusvæðisins Austurlands hefur til tveggja ára verið í gangi tilraunaverkefni um notendasamráð sem hefur gefið góða raun.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu félagsmálanefndar felur bæjarstjórn Guðbjörgu Gunnarsdóttur, verkefnastjóra í málefnum fatlaðs fólks og Helgu Þórarinsdóttur, verkefnastjóra hjá Skólaskrifstofu að útfæra samráðsnefndina sem nú er starfandi og aðlaga að nýjum lögum í samráði við Félagsþjónustuna í Fjarðabyggð. Einnig er þeim falið að leggja fram kostnaðaráætlun þar sem ekki er gert ráð fyrir þessum lið í fjárhagsáætlun félagsþjónustu fyrir yfirstandandi ár.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fæðisgjald í Stólpa, hæfingu og iðju hefur verið það sama síðan árið 2011 og hafa starfsmenn málaflokksins lagt til endurskoðun á gjaldinu til samræmis við heimsendan mat þar sem verð fyrir bakkamat er 1070,- kr. Fæðisgjaldið er nú 500,- kr. og innifelur morgunmat, hádegismat og kaffihressingu. Félagsmálanefnd bendir á mikilvægi þess að notendur þjónustunnar komi að matargerð og undirbúningi matmálstíma.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn að hækka fæðisgjald í skrefum, í þetta skiptið úr 500,- kr. í 700,- kr. Verðbreyting tekur gildi 1. mars n.k. Næsta endurskoðun fæðisgjalds fer fram samhliða fjárhagsáætlunargerð ársins 2020.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu
  • Bókun fundar Lagt fram.