Íþrótta- og tómstundanefnd - 49
Málsnúmer 1812013F
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir íþrótta- og tómstundanefnd lá mál frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettinum 15. desember 2019, þar sem bent er á að halda eigi í frjálsíþróttaaðstöðu á Vilhjálmsvelli. Þá er spurt hvort starfsfólk áhaldahúss og/eða íþróttamiðstöðvar geti komið meira að uppstillingu og undirbúningi þorrablóts.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og þakkar fyrri ábendinguna og vísar til bókunar nefndarinnar varðandi framtíðarskipulag íþróttamannvirkja sveitarfélagsins.
Hvað varðar aðstoð starfsfólks Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum við undirbúning þorrablóts, er bent á að starfsfólk Íþróttamiðstöðvar hefur aðstoðað eftir megni hingað til varðandi aðstöðusköpun í húsinu og ekki ástæða til að ætla að breyting verði á því.
Rétt er þó að benda á að þorrablót á Héraði eru haldin og að þeim unnið af íbúunum sjálfum á hverjum stað og eru því ekki í verkahring sveitarfélagsins sem slíks.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur mál frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettinum 15. desember 2019 þar sem lagt er til að sveitarfélagið sæki um styrk til Alcoa fyrir ærslabelg.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd, þakkar erindið og vísar því til vinnu við skipulag Tjarnargarðs og Selskógar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur vinna við framtíðarskipulag uppbyggingar íþróttamannvirkja sveitarfélagsins, skv. starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir þá hugmynd íþrótta- og tómstundanefndar að stefna að opnum íbúafundi á fyrri hluta árs um framtíðarskipulagið og í framhaldi af því verði skipaður starfshópur um málefnið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur að endurnýja og endurbæta skilti sem snúa að notkun tóbaks, rafretta og annarra vímugjafa við íþróttavelli og -mannvirki á Fljótsdalshéraði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar felur bæjarstjórn starfsmanni nefndarinnar að vinna málið áfram í samráði við forstöðufólk.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundargerðin lögð fram.