Íþrótta- og tómstundanefnd - 49

Málsnúmer 1812013F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 288. fundur - 06.02.2019

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Karl Lauritzson, sem ræddi lið 8.3. Hannes K. Hilmarsson, sem ræddi lið 8.1. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 8.1 og 8.3 og Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem ræddi lið 8.1.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir íþrótta- og tómstundanefnd lá mál frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettinum 15. desember 2019, þar sem bent er á að halda eigi í frjálsíþróttaaðstöðu á Vilhjálmsvelli. Þá er spurt hvort starfsfólk áhaldahúss og/eða íþróttamiðstöðvar geti komið meira að uppstillingu og undirbúningi þorrablóts.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og þakkar fyrri ábendinguna og vísar til bókunar nefndarinnar varðandi framtíðarskipulag íþróttamannvirkja sveitarfélagsins.
    Hvað varðar aðstoð starfsfólks Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum við undirbúning þorrablóts, er bent á að starfsfólk Íþróttamiðstöðvar hefur aðstoðað eftir megni hingað til varðandi aðstöðusköpun í húsinu og ekki ástæða til að ætla að breyting verði á því.
    Rétt er þó að benda á að þorrablót á Héraði eru haldin og að þeim unnið af íbúunum sjálfum á hverjum stað og eru því ekki í verkahring sveitarfélagsins sem slíks.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



  • Bókun fundar Fyrir liggur mál frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettinum 15. desember 2019 þar sem lagt er til að sveitarfélagið sæki um styrk til Alcoa fyrir ærslabelg.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd, þakkar erindið og vísar því til vinnu við skipulag Tjarnargarðs og Selskógar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur vinna við framtíðarskipulag uppbyggingar íþróttamannvirkja sveitarfélagsins, skv. starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir þá hugmynd íþrótta- og tómstundanefndar að stefna að opnum íbúafundi á fyrri hluta árs um framtíðarskipulagið og í framhaldi af því verði skipaður starfshópur um málefnið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir liggur að endurnýja og endurbæta skilti sem snúa að notkun tóbaks, rafretta og annarra vímugjafa við íþróttavelli og -mannvirki á Fljótsdalshéraði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar felur bæjarstjórn starfsmanni nefndarinnar að vinna málið áfram í samráði við forstöðufólk.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.