Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður atvinnu-og menningarnefndar kynnti starfsáætlun nefndarinnar. Aðrir sem til máls tóku um starfsáætlunina voru: Gunnar Jónsson, sem spurði út í vinnu nefndarinnar með innviðagreiningu sem gerð var fyrir sveitarfélagið. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi fyrirhugaða fundi um atvinnumál og spurði út í þá. Gunnhildur svaraði síðan fyrirspurnum og einnig bætti Björn Ingimarsson bæjarstjóri við svörin.
Sigurður Gunnarsson formaður íþrótta- og tómstundanefndar kynnti starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2019. Að lokinni greinargóðri kynningu var Sigurði þökkuð koman og veittar upplýsingar.
Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar kynnti starfsáætlun nefndarinnar. Orðið gefið laust, en enginn tók til máls og var Guðfinnu því þökkuð koman og góð kynning og yfirferð yfir verkefni nefndarinnar.
Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður fræðslunefndar kynnti starfsáætlun nefndarinnar. Orðið gefið laust og tóku eftirtaldir til máls: Kristjana Sigurðardóttir, Björg Björnsdóttir, Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem bar fram fyrirspurnir, Stefán Bogi Sveinsson, Dagur Skírnir Óðinsson, Björg Björnsdóttir og Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem svaraði fyrirspurnum. Berglindi svo þökkuð góð kynning og svör við fyrirspurnum.
Anna Alexandersdóttir, formaður félagsmálanefndar og Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri, kynntu starfsáætlun félagsmálanefndar 2019.
Orðið gefið laust. Til máls tóku Gunnhildur Ingvarsdóttir sem þakkaði kynninguna og fagnaði því hversu vel er að málum staðið í félagsþjónustu í sveitarfélaginu og Berglind Harpa Svavarsdóttir sem einnig lýsti yfir ánægju með starfsemi félagsþjónustunnar og þá áherslu sem er á forvarnarstarf.
Aðrir sem til máls tóku um starfsáætlunina voru: Gunnar Jónsson, sem spurði út í vinnu nefndarinnar með innviðagreiningu sem gerð var fyrir sveitarfélagið. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi fyrirhugaða fundi um atvinnumál og spurði út í þá.
Gunnhildur svaraði síðan fyrirspurnum og einnig bætti Björn Ingimarsson bæjarstjóri við svörin.