Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

290. fundur 06. mars 2019 kl. 17:00 - 18:50 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Steinar Ingi Þorsteinsson 2. varaforseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
  • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir Fræðslustjóri
Anna Alexandersdóttir, 1. varaforseti stýrði fundi í fjarveru Stefáns Boga Sveinssonar forseta bæjarstjórnar.

1.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2019

Málsnúmer 201901044

Anna Alexandersdóttir, formaður félagsmálanefndar og Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri, kynntu starfsáætlun félagsmálanefndar 2019.

Orðið gefið laust. Til máls tóku Gunnhildur Ingvarsdóttir sem þakkaði kynninguna og fagnaði því hversu vel er að málum staðið í félagsþjónustu í sveitarfélaginu og Berglind Harpa Svavarsdóttir sem einnig lýsti yfir ánægju með starfsemi félagsþjónustunnar og þá áherslu sem er á forvarnarstarf.

2.Ársreikningur 2018

Málsnúmer 201903001

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn ársreikning Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2018, ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu. Ársreikningurinn hefur þegar verið birtur í Kauphöllinni, samkvæmt reglum þar um.

Aðrir sem til máls tóku um ársreikninginn voru í þessari röð: Björg Björnsdóttir, Karl Lauritzson, Gunnhildur Ingvarsdóttir og Anna Alexandersdóttir sem öll fögnuðu þeim góða árangri sem niðurstaða ársreikningsins ber vott um. Jafnframt fögnuðu þau því hversu vel hefur tekist að halda samþykktar fjárhagsáætlanir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi og drögum að endurskoðunarskýrslu Fljótsdalshéraðs til annarrar umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 461

Málsnúmer 1903001F

Til máls tók Anna Alexandersdóttir sem kynnti fundargerðina.

Fundargerðin lögð fram.
  • 3.1 201903001 Ársreikningur 2018
    Bókun fundar Afgreitt undir lið 2 í þessari fundargerð.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 460

Málsnúmer 1902018F

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir sem ræddi liði 4.12 og lið 4.14 og lagði fram tillögu að bókun undir lið 4.14.

Fundargerðin lögð fram.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 459

Málsnúmer 1902014F

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

6.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 107

Málsnúmer 1902016F

Til máls tóku: Benedikt Hlíðar Stefánsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Kristjana Sigurðardóttir sem ræddi lið 6.9.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 6.2 201901179 Vinnuskóli 2019
    Bókun fundar Reglur vinnuskóla Fljótsdalshéraðs voru til umræðu á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar. Þar lagði verkefnastjóri umhverfismála fram tillögu að breytingum á þeim.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn eftirtaldar breytingar:
    6. grein hljóði svo: "Öll neysla/notkun orkudrykkja, rafretta/veips, tóbaks og hvers kyns vímuefna er með öllu óheimil á vinnutíma."
    7. grein hljóði svo: "Allt búðaráp er bannað á vinnutíma þ.m.t. í kaffitímum."

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Til umræðu á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar voru refa- og minkaveiðar á Fljótsdalshéraði. Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir stöðu samninga um refa- og minkaveiðar. Núverandi samningar renna út 31. ágúst nk.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Þar sem samningar renna út á árinu samþykkir bæjarstjórn, að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar, að auglýst verði eftir refa- og minkaveiðimönnum fyrir næsta samningstímabil. Þeir veiðimenn sem vilja endurnýja samninga eru hvattir til að sækja um.

    Samþykkti samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Ályktun stjórnar NAUST um Úthérað, þar sem þeim eindregnu tilmælum er beint til bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs að vinna ötullega að þessu máli í tengslum við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins sem nú er fyrirhuguð.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar fyrir erindið og tekur undir bókun náttúruverndarnefndar að rétt sé að málið fái ítarlega umfjöllun við endurskoðun aðalskipulags.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 6.7 201811139 Tjarnargarðurinn
    Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að fela umhverfis- og framkvæmdanefnd að grenndarkynna fyrir landeigendum Egilsstaða 1, Isavia vegna Egilsstaðaflugvallar og Minjastofnun vegna fornminja á framkvæmdasvæði, áform um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna 1. áfanga endurnýjunar og uppbyggingar á fráveitu Egilsstaða og Fellabæjar, skv. 5. mgr. 13. gr. sbr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Jafnframt afli nefndin lögbundinna umsagna vegna útgáfu framkvæmdaleyfis samhliða grenndarkynningunni.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi erindi Landsnets vegna Kröflulínu 3 innan Fljótsdalshéraðs og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá eigendum Steinholts vegna landskipta á jörðinni.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að veiti jákvæða umsögn vegna landskiptanna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa afgreiðslu málsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Síðan snemma á árinu 2013 hefur hópur áhugamanna í sveitarfélaginu leitað úrbóta fyrir umferð gangandi og hjólandi í nágrenni þéttbýlisstaðanna á Mið-Héraði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar innlegg inn í umfjöllun um framtíðarsvæði fyrir göngustíga. Umhverfis- og framkvæmdanefnd mun koma ábendingum til Arkis varðandi svæði við flugvallarenda til að tryggja að umferð gangandi verði ekki hindruð með girðingum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Atvinnu- og menningarnefnd - 83

Málsnúmer 1902012F

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir sem lýsti yfir vanhæfi sínu vegna liðar 7.3. Vanhæfi samþykkt og vék Gunnhildur Ingvarsdóttir af fundi meðan liður 7.3 var til afgreiðslu. Gunnhildur Ingvarsdóttir mætti síðan aftur til fundar og kynnti fundargerðina að öðru leyti og lagði fram drög að bókunum. Aðrir sem til máls tóku: Björg Björnsdóttir sem ræddi liði 7.4 og lið 7.6. Gunnhildur Ingvarsdóttir sem ræddi sömu liði. Anna Alexandersdóttir sem ræddi lið 7.6.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir liggja tillögur um áframhaldandi vinnu við skráningu örnefna í sveitarfélaginu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að fenginn verði aðili til að aðstoða við skráningu örnefna í afmarkað verkefni. Til verksins verði varið kr. 200.000 sem tekið verði af lið 0589.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 7.3 201901188 Kynningarbæklingar
    Bókun fundar Fyrir liggja tillögur um gerð og prentun kynningarefnis. Málið var á dagskrá síðasta fundar nefndarinnar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að kynningaráætlun. Kostnaður er alls kr. 1.840.000 sem tekið verður af lið 1363.

    Samþykkt samhljóða með átta atkvæðum. Einn fjarverandi (GI).
  • Bókun fundar Fyrir liggja drög að endurskoðaðri Menningarstefnu Fljótsdalshéraðs.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi menningarstefnu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggja drög að reglum er styðja eiga við stefnu sveitarfélagsins í menningarmálum. Á fundi atvinnu- og menningarnefndar 8. október 2018 fól nefndin Sigrúnu Blöndal og Gunnhildi Ingvarsdóttur að fara yfir drög að fyrirliggjandi reglum er varða menningarmál, ásamt starfsmanni og leggja fyrir nefndina. Annars vegar er um að ræða reglur um listaverk í eigu sveitarfélagsins og hins vegar reglur um menningarverðlaun.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að reglum um menningarverðlaun og reglur um listaverk í eigu sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

8.Íþrótta- og tómstundanefnd - 50

Málsnúmer 1901014F

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

9.Náttúruverndarnefnd - 12

Málsnúmer 1902015F

Til máls tóku: Karl Lauritzson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir sem ræddi lið 9.6. Karl Lauritzson sem ræddi lið 9.6.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Sjá afgreiðslu undir lið 2.6.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Á fundi náttúruverndarnefndar var farið yfir möguleg næstu skref hvað varðar friðlýsingar á Fljótsdalshéraði og m.a. sagt frá fundi sem formaður og starfsmaður náttúruverndarnefndar áttu með fulltrúum umhverfis- og auðlindaráðuneytis og Umhverfisstofnunar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu náttúruverndarnefndar samþykkir bæjarstjórn að óskað verði eftir því við umhverfis- og auðlindaráðuneytið að hafin verði vinna við mögulega friðlýsingu jarðanna Hrafnabjarga, Unaóss og Heyskála í Hjaltaðstaðaþinghá, að hluta eða í heild, með sérstaka áherslu á Stórurð.

    Bæjarstjórn leggur áherslu á að samstarfshópur þar sem fulltrúar sveitarfélagsins og landeigenda eigi sæti verði skipaður sem fyrst en hlutverk hópsins er að móta nánari tillögur um flokkun og umfang friðlýsingar og friðlýsingarskilmála í samráði við hagsmunaaðila.

    Bæjarstjórn telur mikilvægt að í friðlýsingarskilmálum verði tryggt að áframhald geti orðið á hefðbundnum landbúnaðarnotum af svæðinu og að friðlýsing takmarki ekki nauðsynlegar vegaframkvæmdir á Vatnsskarði.

    Þá telur bæjarstjórn nauðsynlegt að sem fyrst verði auknum fjármunum ráðstafað af hálfu ríkisins til landvörslu og uppbyggingar innviða fyrir ferðafólk á svæðinu, sem er undir töluverðu og vaxandi álagi.

    Að öðru leyti er málið í vinnslu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla náttúruverndar staðfest.

10.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 77

Málsnúmer 1902006F

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • 10.1 201901128 Ungt fólk og lýðræði 2019
    Bókun fundar Afgreiðsla ungmennaráðs staðfest.
  • 10.2 201811114 Áfangastaðurinn Austurland, úrbótaganga
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 10.3 201808169 Ungmennaþing 2019
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 10.4 201809098 Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar 2019
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 10.5 201901092 Milljarður rís
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði Fljótsdalshéraðs og þakkar fyrir frábæra mætingu á Milljarður rís þann 14. febrúar síðast liðinn, þar sem dansað var gegn kynbundnu ofbeldi. Málefnið er ákaflega þarft, og líkt og ungmennaráð, mælist bæjarstjórn til þess að næsta ungmennaráð taki að sér skipulagningu viðburðarins að ári.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 10.6 201902077 Frumvarp um bann við notkun burðarplastpoka
    Bókun fundar Umhverfisráðherra hefur lagt fram frumvarp um bann við notkun burðarplastpoka. Segir í frumvarpinu að 1. júlí 2019 verði óheimilt að afhenda alla burðarpoka, þar með talið burðarpoka úr plasti, án endurgjalds á sölustöðum vara og skal gjaldið vera sýnilegt á kassakvittun. Frá og með 1. janúar 2021 verður síðan óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Ekki skiptir máli hvort það er með eða án gjalds.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði Fljótsdalshéraðs og lýsir yfir ánægju með frumvarpið. Mælt er með því að fólk kynni sér vefsíðuna Spurt og svarað um bann við burðarplastpokum á vef Stjórnarráðs Íslands.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:50.