Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

461. fundur 06. mars 2019 kl. 16:00 - 16:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Ársreikningur 2018

Málsnúmer 201903001Vakta málsnúmer

Eftirtaldir bæjarfulltrúar sátu kynningu á árreikningi 2018 undir fundi bæjarráðs. Steinar Ingi Þorsteinsson, Kristjana Sigurðardóttir, Björg Björnsdóttir, Hannes Hilmarsson, Gunnhildur Ingvarsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Karl Lauritzson og Anna Alexandersdóttir.
Kynningin hófst kl. 14:00:

Magnús Jónsson endurskoðandi KPMG, mætti á fundinn og kynnti ársreikning og endurskoðunarskýrslu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2018. Einnig bætti Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri við upplýsingum og skýringum. Öllum bæjarfulltrúum og fulltrúum nefnda, stóð til boða að sitja kynningu endurskoðanda á ársreikningum.

Endurskoðandi og fjármálastjóri svöruðu einnig fyrirspurnum fundarmanna varðandi ýmsa þætti ársreikningsins. Að lokinni kynningu var þeim þökkuð koman og greinargóðar upplýsingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi og endurskoðendaskýrslu fyrir árið 2018, til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Jafnframt er fjármálastjóra falið að senda ársreikninginn til Kauphallarinnar til birtingar þar, að lokinni áritun bæjarráðs og bæjarstjóra, eins og reglur segja til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 16:15.