-
Bókun fundar
Sjá afgreiðslu undir lið 2.6.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Á fundi náttúruverndarnefndar var farið yfir möguleg næstu skref hvað varðar friðlýsingar á Fljótsdalshéraði og m.a. sagt frá fundi sem formaður og starfsmaður náttúruverndarnefndar áttu með fulltrúum umhverfis- og auðlindaráðuneytis og Umhverfisstofnunar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu náttúruverndarnefndar samþykkir bæjarstjórn að óskað verði eftir því við umhverfis- og auðlindaráðuneytið að hafin verði vinna við mögulega friðlýsingu jarðanna Hrafnabjarga, Unaóss og Heyskála í Hjaltaðstaðaþinghá, að hluta eða í heild, með sérstaka áherslu á Stórurð.
Bæjarstjórn leggur áherslu á að samstarfshópur þar sem fulltrúar sveitarfélagsins og landeigenda eigi sæti verði skipaður sem fyrst en hlutverk hópsins er að móta nánari tillögur um flokkun og umfang friðlýsingar og friðlýsingarskilmála í samráði við hagsmunaaðila.
Bæjarstjórn telur mikilvægt að í friðlýsingarskilmálum verði tryggt að áframhald geti orðið á hefðbundnum landbúnaðarnotum af svæðinu og að friðlýsing takmarki ekki nauðsynlegar vegaframkvæmdir á Vatnsskarði.
Þá telur bæjarstjórn nauðsynlegt að sem fyrst verði auknum fjármunum ráðstafað af hálfu ríkisins til landvörslu og uppbyggingar innviða fyrir ferðafólk á svæðinu, sem er undir töluverðu og vaxandi álagi.
Að öðru leyti er málið í vinnslu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla náttúruverndar staðfest.
Fundargerðin lögð fram.