Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 107
Málsnúmer 1902016F
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Reglur vinnuskóla Fljótsdalshéraðs voru til umræðu á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar. Þar lagði verkefnastjóri umhverfismála fram tillögu að breytingum á þeim.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn eftirtaldar breytingar:
6. grein hljóði svo: "Öll neysla/notkun orkudrykkja, rafretta/veips, tóbaks og hvers kyns vímuefna er með öllu óheimil á vinnutíma."
7. grein hljóði svo: "Allt búðaráp er bannað á vinnutíma þ.m.t. í kaffitímum."
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Til umræðu á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar voru refa- og minkaveiðar á Fljótsdalshéraði. Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir stöðu samninga um refa- og minkaveiðar. Núverandi samningar renna út 31. ágúst nk.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem samningar renna út á árinu samþykkir bæjarstjórn, að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar, að auglýst verði eftir refa- og minkaveiðimönnum fyrir næsta samningstímabil. Þeir veiðimenn sem vilja endurnýja samninga eru hvattir til að sækja um.
Samþykkti samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Ályktun stjórnar NAUST um Úthérað, þar sem þeim eindregnu tilmælum er beint til bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs að vinna ötullega að þessu máli í tengslum við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins sem nú er fyrirhuguð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar fyrir erindið og tekur undir bókun náttúruverndarnefndar að rétt sé að málið fái ítarlega umfjöllun við endurskoðun aðalskipulags.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela umhverfis- og framkvæmdanefnd að grenndarkynna fyrir landeigendum Egilsstaða 1, Isavia vegna Egilsstaðaflugvallar og Minjastofnun vegna fornminja á framkvæmdasvæði, áform um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna 1. áfanga endurnýjunar og uppbyggingar á fráveitu Egilsstaða og Fellabæjar, skv. 5. mgr. 13. gr. sbr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Jafnframt afli nefndin lögbundinna umsagna vegna útgáfu framkvæmdaleyfis samhliða grenndarkynningunni.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi erindi Landsnets vegna Kröflulínu 3 innan Fljótsdalshéraðs og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur erindi frá eigendum Steinholts vegna landskipta á jörðinni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að veiti jákvæða umsögn vegna landskiptanna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa afgreiðslu málsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Síðan snemma á árinu 2013 hefur hópur áhugamanna í sveitarfélaginu leitað úrbóta fyrir umferð gangandi og hjólandi í nágrenni þéttbýlisstaðanna á Mið-Héraði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar innlegg inn í umfjöllun um framtíðarsvæði fyrir göngustíga. Umhverfis- og framkvæmdanefnd mun koma ábendingum til Arkis varðandi svæði við flugvallarenda til að tryggja að umferð gangandi verði ekki hindruð með girðingum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundargerðin lögð fram.