Atvinnu- og menningarnefnd - 83

Málsnúmer 1902012F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 290. fundur - 06.03.2019

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir sem lýsti yfir vanhæfi sínu vegna liðar 7.3. Vanhæfi samþykkt og vék Gunnhildur Ingvarsdóttir af fundi meðan liður 7.3 var til afgreiðslu. Gunnhildur Ingvarsdóttir mætti síðan aftur til fundar og kynnti fundargerðina að öðru leyti og lagði fram drög að bókunum. Aðrir sem til máls tóku: Björg Björnsdóttir sem ræddi liði 7.4 og lið 7.6. Gunnhildur Ingvarsdóttir sem ræddi sömu liði. Anna Alexandersdóttir sem ræddi lið 7.6.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir liggja tillögur um áframhaldandi vinnu við skráningu örnefna í sveitarfélaginu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að fenginn verði aðili til að aðstoða við skráningu örnefna í afmarkað verkefni. Til verksins verði varið kr. 200.000 sem tekið verði af lið 0589.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • .3 201901188 Kynningarbæklingar
    Bókun fundar Fyrir liggja tillögur um gerð og prentun kynningarefnis. Málið var á dagskrá síðasta fundar nefndarinnar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að kynningaráætlun. Kostnaður er alls kr. 1.840.000 sem tekið verður af lið 1363.

    Samþykkt samhljóða með átta atkvæðum. Einn fjarverandi (GI).
  • Bókun fundar Fyrir liggja drög að endurskoðaðri Menningarstefnu Fljótsdalshéraðs.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi menningarstefnu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggja drög að reglum er styðja eiga við stefnu sveitarfélagsins í menningarmálum. Á fundi atvinnu- og menningarnefndar 8. október 2018 fól nefndin Sigrúnu Blöndal og Gunnhildi Ingvarsdóttur að fara yfir drög að fyrirliggjandi reglum er varða menningarmál, ásamt starfsmanni og leggja fyrir nefndina. Annars vegar er um að ræða reglur um listaverk í eigu sveitarfélagsins og hins vegar reglur um menningarverðlaun.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að reglum um menningarverðlaun og reglur um listaverk í eigu sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.