Málsnúmer 1902001FVakta málsnúmer
-
Bókun fundar
Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Héraðsskjalasafns Austfirðinga um sérverkefni sem unnin verði af safninu fyrir sveitarfélagið á árinu 2019.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi samningsdrög.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggja drög að samningi við Tré & Te ehf. (Halldór Warén) um rekstur og framkvæmd Ormsteitis.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi samningsdrög.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggja drög að samningi við fimleikadeild Hattar um undirbúning, stjórnun og framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna á Fljótsdalshéraði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samningi.
Ábendingu atvinnu- og menningarnefndar, varðandi viðhald og uppbyggingu í Tjarnargarðinum er vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar til skoðunar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Fyrir liggja styrkumsóknir í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs, en auglýst var í lok síðasta árs eftir umsóknum í sjóðinn með umsóknarfresti til og með 16. janúar 2019. Alls bárust níu umsóknir með styrkbeiðni samtals upp á kr. 11.3 milljónir. Til úthlutunar voru kr. 2.000.000.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
-Útimarkaður við Bókakaffi, umsækjandi Bókakaffi Hlöðum ehf, kr. 250.000.
-Hönnunarvara úr austfirsku hráefni, umsækjandi Hildur Evlalía Unnarsdóttir, kr. 100.000.
-Litastúdíó, umsækjandi Inga Rós Unnarsdóttir, kr. 400.000.
-Markaðssetning á erlendum markaði, umsækjandi Pes ehf, kr. 650.000.
-Ensk þýðing og útgáfa á bókinni 101 Austurland, umsækjandi Bókstafur ehf, kr. 250.000.
-Landvarsla og úttekt á tveimur gönguleiðum, umsækjandi Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, kr. 300.000.
-Mannauðsráðgjöf / verkfærakista, umsækjandi Garður ráðgjöf / eignaumsýsla ehf, kr. 50.000.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest
Orðið gefið laust, en enginn tók til máls og var Guðfinnu því þökkuð koman og góð kynning og yfirferð yfir verkefni nefndarinnar.
Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður fræðslunefndar kynnti starfsáætlun nefndarinnar.
Orðið gefið laust og tóku eftirtaldir til máls: Kristjana Sigurðardóttir, Björg Björnsdóttir, Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem bar fram fyrirspurnir, Stefán Bogi Sveinsson, Dagur Skírnir Óðinsson, Björg Björnsdóttir og Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem svaraði fyrirspurnum.
Berglindi svo þökkuð góð kynning og svör við fyrirspurnum.