Atvinnu- og menningarnefnd - 82
Málsnúmer 1902001F
-
Bókun fundar
Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Héraðsskjalasafns Austfirðinga um sérverkefni sem unnin verði af safninu fyrir sveitarfélagið á árinu 2019.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi samningsdrög.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggja drög að samningi við Tré & Te ehf. (Halldór Warén) um rekstur og framkvæmd Ormsteitis.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi samningsdrög.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggja drög að samningi við fimleikadeild Hattar um undirbúning, stjórnun og framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna á Fljótsdalshéraði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samningi.
Ábendingu atvinnu- og menningarnefndar, varðandi viðhald og uppbyggingu í Tjarnargarðinum er vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar til skoðunar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Fyrir liggja styrkumsóknir í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs, en auglýst var í lok síðasta árs eftir umsóknum í sjóðinn með umsóknarfresti til og með 16. janúar 2019. Alls bárust níu umsóknir með styrkbeiðni samtals upp á kr. 11.3 milljónir. Til úthlutunar voru kr. 2.000.000.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
-Útimarkaður við Bókakaffi, umsækjandi Bókakaffi Hlöðum ehf, kr. 250.000.
-Hönnunarvara úr austfirsku hráefni, umsækjandi Hildur Evlalía Unnarsdóttir, kr. 100.000.
-Litastúdíó, umsækjandi Inga Rós Unnarsdóttir, kr. 400.000.
-Markaðssetning á erlendum markaði, umsækjandi Pes ehf, kr. 650.000.
-Ensk þýðing og útgáfa á bókinni 101 Austurland, umsækjandi Bókstafur ehf, kr. 250.000.
-Landvarsla og úttekt á tveimur gönguleiðum, umsækjandi Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, kr. 300.000.
-Mannauðsráðgjöf / verkfærakista, umsækjandi Garður ráðgjöf / eignaumsýsla ehf, kr. 50.000.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest
Fundargerðin lögð fram.