Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 106

Málsnúmer 1902002F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 289. fundur - 20.02.2019

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem benti á vanhæfi sitt vegna liða 4.6. 4.10 og 4.11. og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Björg Björnsdóttir sem ræddi lið 4.6.
Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.6. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 4.6. Dagur Skírnir Óðinsson, sem ræddi lið 4.6. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi lið 4.3 og bar fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.3. og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar kynnti Kjartan Róbertsson yfirmaður eignasjóðs tvær tillögur að efnisvali á útveggjaklæðningu á eldri hluta Egilsstaðskóla, ásamt kostnaðaráætlunum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og leggur til að notað verði litað bárujárn við klæðningu á eldri hluta skólans.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar lá erindi frá skólastjóra Egilsstaðaskóla, þar sem farið er yfir framtíðarþörf í húsnæðismálum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að farið verði í vinnu við að greina og bregðast við húsnæðisþörf Egilsstaðaskóla og Tónlistarskólans á Egilsstöðum á næstu önn og til framtíðar.

    Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur til að fara yfir málið. Bæjarráði er falið að skipa starfshópinn en í honum eigi meðal annarra sæti fulltrúar úr fræðslunefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lögð fram kostnaðaráætlun og útlitshönnun á húsnæði Miðvangs 31. Kjartan Róbertsson yfirmaður eignasjóðs kynnti þar kostnaðaráætlun og áform um uppbyggingu á Miðvangi 31 samkvæmt tillögu starfshóps um betri bæi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi kostnaðaráætlun.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Umhverfis- og framkvæmdanefnd tók Miðbæjarskipulag Egilsstaða til umfjöllunar eftir vinnufund sem haldinn var þann 7. febrúar sl.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi uppdrátt með fyrirvara um að byggingarreitur við Miðvang 1 - 3 verði fjarlægður.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi (GJ)
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Umsókn um stofnun nýrra lóða úr landi Öngulsár.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn um landskipt. Jafnframt felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá stofnun landnúmera í samræmi við umsókn.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • .11 201902035 Ferjukíll - lóðir
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Breytingin felur í sér að tilgreint sé verslunar- og þjónustusvæði innan frístundabyggðar í Eyjólfsstaðaskógi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn breytingartillöguna að fengnu jákvæðu áliti Skipulagsstofnunar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.