Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 105

Málsnúmer 1901009F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 288. fundur - 06.02.2019

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 6.7 og 6.12 og bar fram fyrirspurn. Björg Björnsdóttir, sem ræddi liði 6.12 og 6.10. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 6.7, 6.10 og 6.12 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd lá tillaga að orkusparandi aðgerðum vegna húshitunar í Brúarásskóla.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn yfirmanni eignasjóðs að skoða aðrar lausnir við húshitun.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .3 201811139 Tjarnargarðurinn
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis-og framkvæmdanefnd lá ósk um leiðréttingar sem varða Fljótsdalshérað, á 26. gr. gildandi fjallskilasamþykktar fyrir Múlasýslur, þar sem tilgreindar eru allar aðal- og aukaréttir fjallskiladeilda.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu að aðal- og aukaréttum í sveitarfélaginu. Einnig teljast allar heimaréttir aukaréttir.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur haft til umfjöllunar fyrirkomulag á vetrarþjónustu í dreifbýli.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir tillögum frá Vegagerðinni um aðferðir til að sveitarfélagið nái fram þeim markmiðum sem sett hafa verið varðandi þjónustustig í dreifbýli. Þau markmið eru fyrst og fremst að gera atvinnusókn úr dreifbýlinu í þéttbýlið mögulega með því að flýta mokstri þannig að hann fari fram að morgni og bæta þannig bæði þjónustu og öryggi íbúa í dreifbýli allt frá þeim sem sækja leik-og grunnskóla til þeirra sem sækja atvinnu og þjónustu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá fyrirspurn frá Hesteigandafélaginu í Fossgerði um áform um framkvæmdir við lýsingu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fyrsti áfangi framkvæmdar verði heimreið að hesthúsum af öryggissjónarmiðum. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna að kostnaðar- og verkáætlun.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Heilbrigðiseftirlit Austurlands óskar eftir að á vegum sveitarfélagsins verði ráðist í átak til að fækka villiköttum á Egilsstöðum og í Fellabæ í samræmi við samþykkt nr. 912/2005 um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í sex sveitarfélögum á starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmönnum að ganga í átak til föngunar villikatta á Egilsstöðum og í Fellabæ skv. fyrirliggjandi verklagi nú í febrúar og/eða mars eftir því sem hentar vegna veðurs og annarra verkefna. Jafnframt lagt til að samhliða átakinu verði íbúar hvattir til að skrá gæludýr sín.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Verklýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Breytingin er vegna virkjunaráforma Artic Hydro á Geitdalsá.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn verklýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og að málið fái meðferð í samræmi við 30. gr. laga nr.123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Tilkynning um breytingu á aðalskipulagi Fjarðarbyggðar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og hefur ekki athugasemdir við tillöguna.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Tekið fyrir undir lið 3.7.
  • Bókun fundar Erindi frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða þar sem óskað er eftir frekari gögnum með umsókn um styrk.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn útgáfu á framkvæmdaleyfi vegna umræddra framkvæmda.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Til umfjöllunar er tillaga að deiliskipulagi Grund - Stuðlagil.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og að hún fái meðferð í samræmi við 41 gr. laga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.