Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 454

Málsnúmer 1901008F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 288. fundur - 06.02.2019

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • .1 201901002 Fjármál 2019
    Bókun fundar Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 voru launakjör nefnda skoðuð með hliðsjón af því sem gerist hjá sambærilegum sveitarfélögum. Út frá þeim samanburði var ákveðið að breyta einungis hlutfalli á þóknun fyrir fundarsetu í bæjarráði, en að aðrar greiðslur yrðu óbreyttar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að hlutfall þóknunar fyrir fundarsetu í bæjarráði verði hækkað úr 0,5 í 0,8 af viðmiðunartölu nefndarlauna. Þannig verði mánaðarþóknun fyrir fundarsetu í bæjarráði kr. 156.408 frá og með 1. janúar 2019, en taki svo breytingum eins og önnur nefndarlaun samkvæmt kjarasamningum FOSA. Í samþykktri fjárhagsáætlun ársins 2019 er gert ráð fyrir þessari launabreytingu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að styrkja Landsbjörgu sem nemur húsaleigu í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum vegna landsþings sem haldið verður 17. og 18. maí. Bæjarstjóra falið að útfæra styrkinn í samráði við forstöðumann íþróttamiðstöðvarinnar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og er sammála um að byggja á fyrri tillögum um aðstöðu í Miðvangi 31, þó að því breyttu að aðstaðan komi í stað núverandi kaffistofu og salernis. Nýja rýmið innihaldi vinnuaðstöðu, funda- og kaffiaðstöðu, salerni og ræstiaðstöðu og verði á lengdina sem nemur fjórum sperrubilum í miðju hússins. Bæjarstjórn felur starfshópnum að láta hanna umrædda útfærslu og gera verkáætlun, ásamt því að móta frekari tillögu um fyrirkomulag starfsemi í húsinu að framkvæmdum loknum. Með vísan til hugmynda Búnaðarsambands Austurlands og skógarbænda á Héraði, telur bæjarráð að tillögur þeirra um tímabundna markaði með afurðir úr héraði falli vel að fyrirhugaðri notkun á húsnæðinu. Bæjarstjórn lýsir yfir vilja til áframhaldandi viðræðna við forsvarsmenn þeirra um slíka aðkomu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Vísað til liðar 3.7.