Atvinnu- og menningarnefnd - 81

Málsnúmer 1901006F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 288. fundur - 06.02.2019

Til máls tók: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • .3 201811022 Menningarstyrkir 2019
    Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lá mál frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettinum 15. desember 2018, þar sem fram kemur hugmynd um samstarfsverkefni milli Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps um að koma upp reiðvegi umhverfis Lagarfljótið.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd, þakkar fyrir hugmyndina og vísar málinu til vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lá mál frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettinum 15. desember 2018 þar sem fjallað er um möguleika á nýtingu Félagsheimilisins á Arnhólsstöðum fyrir gönguhópa.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn bendir á, eins og atvinnu- og menningarnefnd vekur athygli á í sinni bókun, að Kvenfélag Skriðdæla er leigutaki að félagsheimilinu og ákveður því hvaða starfsemi fer þar fram hverju sinni.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lá mál frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettinum 15. desember 2018 þar sem fjallað er um að malbika göngu- og hjólreiðastíg umhverfis Lagarfljótið.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd, þakkar fyrir hugmyndina og vísar málinu til vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lá mál frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettinum 15. desember 2018 þar sem lagt er til að vakin sé athygli á kirkjunum sem menningarstofnunum t.d. á heimasíðu sveitarfélagsins.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og felur starfsmanni að ræða við Egilsstaðastofu um mögulega útfærslu á verkefninu á vefsíðunni visitegilsstadir.is þar sem nú þegar má finna upplýsingar um nokkrar kirkjubyggingar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • .11 201901105 Skógræktarmál
    Bókun fundar Fyrir atvinnu og menningarnefnd lá tölvupóstur og tillaga frá Benedikt Warén, dagsettur 17. janúar 2019, þar sem hvatt er til þess að skógrækt á Fljótsdalshéraði verði hafin til vegs og virðingar og nái fyrri stöðu greinarinnar á landsvísu.
    Atvinnu- og menningarnefnd hvetur bæjarstjórn til að skoða hlutverk sveitarfélagsins í eflingu skógræktar í tengslum við aðgerðir í loftslagsmálum, við endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til vinnu við endurskoðun aðalskipulags.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • .12 201901104 Gagnaver
    Bókun fundar Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lá tölvupóstur og tillaga frá Benedikt Warén, dagsettur 17. janúar 2019, þar sem hvatt er til þess að haldið verði áfram vinnu við skipulag um gagnaver með það að markmiði að árið 2020 verði hægt að taka í notkun gagnaver á Egilsstöðum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og telur brýnt að tryggð verði næg raforka á svæðinu til þess að hægt verði að byggja upp frekari atvinnurekstur, s.s. gagnaver. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að við endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið verði skoðuð frekar möguleg svæði fyrir gagnaver.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.