Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 455
Málsnúmer 1901012F
.1
201901002
Fjármál 2019
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í bæjarráði var til umfjöllunar lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga, en lánakjör og lengd lánstíma höfðu áður verið rædd í bæjarráði. Lánið er tekið til að ljúka fjármögnun á uppgjöri við Lífeyrissjóðinn Brú.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir hér með á fundi sem haldinn er 06.02.2019, að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 100.000.000, með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2033, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar á afborgunum á eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs kt. 301254-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að hér eftir heyri rekstur reiðhallarinnar á Iðavöllum undir íþrótta- og tómstundanefnd og að atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi og verkefnastjóri íþrótta-, tómstunda- og forvarnarmála verði tengiliðir við notendur reiðhallarinnar. Reksturinn verði innan málaflokks íþróttamála, en viðhald reiðhallarinnar heyri áfram undir Eignasjóð.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs lýsir yfir áhuga á samstarfi við CiSuUs í því verkefni sem hér er sótt um fjármuni til. Framlag Fljótsdalshéraðs fælist í því að vera rannsóknarhópi innan handar um gögn sem gætu nýst, veita ráðgjöf og skapa vettvang fyrir hagnýtingu þeirra afurða og niðurstaðna sem úr verkefninu koma.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram.