Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs
1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 497
Málsnúmer 2001014F
1.1
202001001
Fjármál 2020
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Vísað til liðar 3.5.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Á fundi bæjarráðs fór Björn Ingimarsson bæjarstjóri yfir nokkrar af niðurstöðum árlegrar þjónustukönnunar Gallup sem gerð var um síðustu áramót í 20 stærstu sveitarfélögum landsins.
Niðurstöður könnunarinnar hafa verið settar inn á heimasíðu sveitarfélagsins og eru íbúum þar aðgengilegar.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.
-
Bókun fundar
Á fundi bæjarráðs kynnti bæjarstjóri upplýsingar sem hann hefur aflað í tengslum við erindi sem bárust á bæjarstjórnarbekkinn. Varðandi mælingu á farsímasambandi í dreifbýli liggur fyrir tilboð á mælingum í Jökulsárhlíð og á Jökuldal. Einnig var farið yfir teikningar af tengibyggingu sem gert hefur verið ráð fyrir milli félagsheimilis og reiðhallar á Iðavöllum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við niðurstöður bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að ráðist verði í mælingar á farsímasambandi í dreifbýli sveitarfélagsins.
Málið er að öðru leyti áfram í vinnslu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 498
Málsnúmer 2001017F
2.1
202001001
Fjármál 2020
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 499
Málsnúmer 2001022F
3.1
202001001
Fjármál 2020
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður undirbúningsnefndar fyrir leikskólabyggingu í Fellabæ mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og fór yfir vinnu og hugmyndir sem ræddar hafa verið og upplýsti fundarmenn um stöðuna.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og beinir því til byggingarnefndar að leikskóli sá sem byggður verður hýsi þrjár deildir. Ekki sé ástæða til að gera ráð fyrir stækkun byggingarinnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að óska eftir því við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að uppfærsla húsnæðisáætlunar Fljótsdalshéraðs eigi sér stað að lokinni fyrirhugaðri sameiningu og yrði þá gefin út sameiginlega fyrir nýtt sveitarfélag.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Á fundi bæjarráðs þann 20. janúar kynntu fulltrúar frá HSA, þeir Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga og Guðjón Hauksson forstjóri, hugmyndir um samstarf sveitarfélagsins og HSA um heilsueflingu. Þær hugmyndir byggjast á verkefni sem nefnist „Positive Health“ og áhuga HSA á því að vinna að því í samstarfi við lýðheilsustofnunina iPH í Hollandi og við þau sveitarfélög á Austurlandi sem hafa gefið sig út sem heilsueflandi sveitarfélög.
Bæjarráð samþykkti af því tilefni að stefna að slíku samstarfi.
Á fundi bæjarráðs þann 3. febrúar lágu síðan fyrir drög að samstarfssamningi um verkefnið milli framangreindra aðila. Bæjarráð óskaði eftir því að gerðar yrðu tilteknar breytingar á þeim drögum en veitti bæjarstjóra heimild til að undirrita samninginn að þeim breytingum gerðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og samþykkir að taka þátt í verkefninu miðað við að kostnaður Fljótsdalshéraðs vegna þess árið 2020 verði, miðað við núverandi gengi gjaldmiðla, að hámarki á bilinu 400-600 þúsund krónur og að kostnaður sameinaðs sveitarfélags við verkefnið í framhaldi, miðað við sömu forsendur, verði að hámarki á bilinu 800-900 þúsund krónur árlega.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Á fundi bæjarráðs var farið yfir reynslu af mætingu íbúa í samfélagssmiðjuna síðustu mánuði og tillögur að viðverutíma út frá henni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að tímabilið febrúar til og með apríl, verði föst viðvera bæjarfulltrúa og starfsmanna í samfélagssmiðjunni á fimmtudögum frá kl. 14:00 til kl. 18:00. Einnig verði leitast við að tryggja viðveru í tengslum við aðra viðburði í húsinu þegar það kann að henta.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 125
Málsnúmer 2001012F
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var farið yfir svör við athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma og samþykkti nefndin svör við þeim. Fyrir fundi bæjarstjórnar liggur einnig umsögn ráðunautar vegna fyrirhugaðrar breytingar á landnotkun landbúnaðarlands.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu á ný til umhverfis- og framkvæmdanefndar og fela nefndinni að gera minniháttar breytingu á skilmálum hins nýja skipulags þannig að tryggt sé að nýting landsins í þágu landbúnaðar svo sem verið hefur sé áfram heimil þrátt fyrir nýja skilgreiningu landnýtingar í aðalskipulagi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var kynnt svar Skipulagsstofnunnar vegna breytingar á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að deiliskipulagið fái málsmeðferð í samræmi við 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í auglýsingu komi fram að þær athugasemdir sem bárust við fyrri auglýsingu fái umfjöllun að nýju og verði svarað eins og um nýjar athugasemdir sé að ræða.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Vegna áforma um byggingu nýs leikskóla á lóð við Fellaskóla þarf að breyta deiliskipulagi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að heimila breytingu á deiliskipulagi við Fellaskóla. Tillaga að nýju deiliskipulagi verði unnin samhliða hönnun nýs leikskóla og af sömu aðilum. Bæjarstjórn felur byggingarnefnd nýs leikskóla að hafa yfirumsjón með gerð tillögunnar og að leggja hana fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd þegar hún liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
4.13
201912108
Ný umferðarlög
Bókun fundar
Í vinnslu.
5.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 284
Málsnúmer 2001013F
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, mætti á fund nefndarinnar og minnti á fyrri bókun fræðslunefndar varðandi uppbyggingu á upplýsingatækni í grunnskólum frá 22. október sl. Fræðslunefnd ítrekar fyrri niðurstöðu nefndarinnar og leggur áherslu á að uppbygging tækni í skólum sameinaðs sveitarfélags verði sett í algjöran forgang við skiptingu fjármagns frá Jöfnunarsjóði til innviða, sem og fjölgun starfsfólks við upplýsingatækni á miðlægu sviði til að sinna þjónustu við skólastofnanir.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að beina því til undirbúningsstjórnar um sameiningu sveitafélaga að taka framangreindar áherslur til skoðunar við skipulag þróunarverkefna samhliða sameiningu sveitarfélaganna.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
6.Atvinnu- og menningarnefnd - 97
Málsnúmer 2001003F
-
Bókun fundar
Fyrir liggja drög að samningi milli Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshéraðs um Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs með sviðslistauppbyggingu sem áherslu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi samning.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands frá 26. nóvember 2019. Við umfjöllun um hana kom fram að atvinnu- og menningarnefnd telur brýnt að fundin verði framtíðarlausn á varðveisluhúsnæði fyrir muni safnsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að láta vinna, í samráði við fulltrúa Minjasafns Austurlands, úttekt á mögulegum framtíðarlausnum hvað varðar varðveislu safngripa.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar felur bæjarstjórn starfsmanni að gera drög að samningi við Leikfélag Fljótsdalshéraðs um styrk vegna félags- og geymsluaðstöðu sem gildi út árið 2021.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir nefndinni lá tölvupóstur dagsettur 3. janúar 2020 frá Steingrími Karlssyni, þar sem reifaðar eru hugmyndir um greiðfæra hringleið frá Egilsstöðum um Jökuldal að Kárahnjúkum og þaðan niður í Fljótsdal til Egilsstaða. En með þessari leið mætti tengja saman nokkrar af helstu náttúruperlum svæðisins og gera mjög áhugaverða ferðaleið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn er sammála atvinnu- og menningarnefnd, tekur undir þessar hugmyndir og leggur til við bæjarráð að málið verði tekið upp við hagsmunaaðila, Vegagerðina og þingmenn.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
7.Íþrótta- og tómstundanefnd - 59
Málsnúmer 2001008F
-
Bókun fundar
Fyrir liggja breytingar á reglur um hreyfi- og heilsueflingarstyrk fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi breytingar á reglum um hreyfi- og heilsueflingarstyrk fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
8.Náttúruverndarnefnd - 16
Málsnúmer 2001010F
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Á fundi náttúruverndarnefndar var rætt um útmörk þess svæðis sem unnið verður með í Úthéraðsverkefninu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með náttúruverndarnefnd og telur að skynsamlegt sé að halda áherslu verkefnisins fyrst og fremst á votlendissvæði yst á Héraði auk fjalllendis austan og norðan megin Héraðs og út á annes.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundargerð starfshópsins lögð fram til kynningar að öðru leyti.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir bókun Náttúruverndarnefndar og lýsir yfir ánægju sinni með skýrslur landvarða og þá vinnu sem unnin hefur verið. Einnig tekur bæjarstjórn undir með nefndinni og leggur áherslu á að framhald verði á verkefninu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með náttúruverndarnefnd og telur ástæðu til að hafa áhyggjur af landbroti á Víðum og Víðihólmum, sem er svæði á náttúruminjaskrá. Einnig sé ástæða til að skoðað verði hvort landbrot á sér stað á bökkum Lagarfljóts í Húsey, sem einnig er á náttúruminjaskrá
og er því beint til Landgræðslunnar.
Bæjarstjórn beinir því til Landsvirkjunar að horft verði sérstaklega til að vernda svæði á náttúruminjaskrá fyrir landbroti sem til er komið vegna aukins vatnsmagns í Lagarfljóti eftir virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með náttúruverndarnefnd og vill fyrir hönd Fljótsdalshéraðs þakka Umhverfisstofnun og öllum fundargestum fyrir komuna og lýsir yfir ánægju með efni fundarins og þær umræður sem þar fóru fram.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
9.Félagsmálanefnd - 180
Málsnúmer 1912016F
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með félagsmálanefnd og samþykkir að ganga til samstarfs og samninga við félags- og barnamálaráðuneytið ásamt dómsmálaráðuneytinu um forvarnarstarf í þágu barna og barnafjölskyldna í skilnaðarferli. Verklagið er í samhljómi við yfirlýsta stefnu og markmið Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs hvað varðar bætta stöðu barna, með snemmtækri íhlutun og forvarnarstarfi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í félagsmálanefnd var tekið fyrir erindi af bæjarstjórnarbekk þess efnis að afsláttarviðmið fasteignaskatts fyrir tekjulága elli- og örorkulífeyrisþega væru of lág.
Um er að ræða heimild í tekjustofnalögum sem hvert sveitarfélag getur nýtt, samkvæmt sérstökum samþykktum reglum þar um og skal hver sveitarstjórn árlega ákveða þau tekjuviðmið og hámarksafslátt sem gildir viðkomandi ár.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með félagsmálanefnd og bendir á að ákvörðun um breytingar á viðmiðunarmörkum er tekin árlega, samhliða fjárhagsáætlunargerð og hefur því þegar verið samþykkt fyrir árið 2020.
Bæjarstjórn vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Fundargerðin lögð fram.