Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 284

Málsnúmer 2001013F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 307. fundur - 05.02.2020

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 5.3. og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 5.3. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 5.3. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 5.3. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 5.3. Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem ræddi lið 5.3. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 5.3. Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem ræddi lið 5.3. Karl Lauritzson, sem ræddi lið 5.3 og bar fram fyrirspurn og Björg Björnsdóttir, ræddi lið 5.3 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, mætti á fund nefndarinnar og minnti á fyrri bókun fræðslunefndar varðandi uppbyggingu á upplýsingatækni í grunnskólum frá 22. október sl. Fræðslunefnd ítrekar fyrri niðurstöðu nefndarinnar og leggur áherslu á að uppbygging tækni í skólum sameinaðs sveitarfélags verði sett í algjöran forgang við skiptingu fjármagns frá Jöfnunarsjóði til innviða, sem og fjölgun starfsfólks við upplýsingatækni á miðlægu sviði til að sinna þjónustu við skólastofnanir.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að beina því til undirbúningsstjórnar um sameiningu sveitafélaga að taka framangreindar áherslur til skoðunar við skipulag þróunarverkefna samhliða sameiningu sveitarfélaganna.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.