Atvinnu- og menningarnefnd - 97
Málsnúmer 2001003F
-
Bókun fundar
Fyrir liggja drög að samningi milli Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshéraðs um Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs með sviðslistauppbyggingu sem áherslu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi samning.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands frá 26. nóvember 2019. Við umfjöllun um hana kom fram að atvinnu- og menningarnefnd telur brýnt að fundin verði framtíðarlausn á varðveisluhúsnæði fyrir muni safnsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að láta vinna, í samráði við fulltrúa Minjasafns Austurlands, úttekt á mögulegum framtíðarlausnum hvað varðar varðveislu safngripa.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar felur bæjarstjórn starfsmanni að gera drög að samningi við Leikfélag Fljótsdalshéraðs um styrk vegna félags- og geymsluaðstöðu sem gildi út árið 2021.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir nefndinni lá tölvupóstur dagsettur 3. janúar 2020 frá Steingrími Karlssyni, þar sem reifaðar eru hugmyndir um greiðfæra hringleið frá Egilsstöðum um Jökuldal að Kárahnjúkum og þaðan niður í Fljótsdal til Egilsstaða. En með þessari leið mætti tengja saman nokkrar af helstu náttúruperlum svæðisins og gera mjög áhugaverða ferðaleið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn er sammála atvinnu- og menningarnefnd, tekur undir þessar hugmyndir og leggur til við bæjarráð að málið verði tekið upp við hagsmunaaðila, Vegagerðina og þingmenn.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
Fundargerðin lögð fram.