Atvinnu- og menningarnefnd

97. fundur 20. janúar 2020 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Skúli Björnsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
  • Alda Ósk Harðardóttir varamaður
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Samningur um Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs með sviðslistauppbyggingu sem áherslu

Málsnúmer 202001003Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi milli Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshéraðs um Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs með sviðslistauppbyggingu sem áherslu.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að fyrirliggjandi samningur verði staðfestur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands frá 26. nóvember 2019

Málsnúmer 202001004Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands frá 26. nóvember 2019. Á fundinn undir þessum lið mætti Elsa Guðný Björgvinsdóttir, forstöðumaður Minjasafns Austurlands.

Elsa Guðný, forstöðumaður safnsins, gerði grein fyrir ástæðum þess að launaliður fer fram úr áætlun fyrir árið 2019 vegna endurskoðaðs starfsmats.

Atvinnu- og menningarnefnd telur brýnt að fundin verði framtíðarlausn á varðveisluhúsnæði fyrir muni safnsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundargerð starfshóps um Úthéraðsverkefni

Málsnúmer 201911016Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð annars fundar starfshóps um Úthéraðsverkefni sem haldinn var 11. desember 2019.

4.Aðstaða fyrir Leikfélag Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201902006Vakta málsnúmer

Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 10. október 2019.

Fyrir liggur minnisblað um Kornskálann, sem áður var á dagskrá nefndar 10. október 2019.

Atvinnu- og menningarnefnd telur ekki forsendur til að fara í viðgerð á Kornskálanum.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að gera drög að samningi við Leikfélag Fljótsdalshéraðs um styrk vegna félags- og geymsluaðstöðu sem gildi út árið 2021.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Hringleiðin Egilsstaðir, Jökuldalur, Kárahnjúkar, Fljótsdalur, Egilsstaðir

Málsnúmer 202001019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 3. janúar 2020 frá Steingrími Karlssyni þar sem reifaðar eru hugmyndir um greiðfæra hringleið frá Egilsstöðum um Jökuldal að Kárahnjúkum og þaðan niður í Fljótsdal til Egilsstaða. En með þessari leið mætti tengja saman nokkrar af helstu náttúruperlum svæðisins og gera mjög áhugaverða ferðaleið.

Atvinnu- og menningarnefnd tekur undir þetta og leggur til við bæjarráð að málið verði tekið upp við hagsmunaaðila, Vegagerðina og þingmenn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Menningarstyrkir Fljótsdalshéraðs 2020

Málsnúmer 201910112Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsóknir um menningarstyrki en samkvæmt auglýsingu var umsóknarfrestur til og með 16. desember 2019.

Í vinnslu.

7.Umsókn um menningarstyrk

Málsnúmer 202001055Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um styrk frá Jófríði Úlfarsdóttur, fyrir hönd Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum, vegna uppsetningar á leikriti.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að leikfélagið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handaupréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.