Fyrir liggja reglur um úthlutun menningarstyrkja, tillaga að auglýsingu og hugmynd að skiptingu fjármagns til úthlutunar til menningarverkefna.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlög til menningarstyrkja á árinu 2020. Nefndin felur starfsmanni að auglýsa til umsóknar menningarstyrki fyrir 16. nóvember 2019 sem stefnt er að verði afgreiddir fyrir 1. febrúar 2020.
Fyrir liggja til afgreiðslu umsóknir um menningarstyrki með umsóknarfresti til 16. desember 2019. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 20. janúar 2020. Alls bárust 32 umsóknir með styrkbeiðni upp á kr. 13.453.248. Til úthlutunar voru kr. 4.000.000
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að menningarstyrkjum verði úthlutað með eftirfarandi hætti: Tónlistarstundir 2020; Torvald Gjerde kr. 200.000 Landsbyggðarráðstefna Minjasafns Austurlands og Félags þjóðfræðinga á Íslandi; Minjasafn Austurlands kr. 100.000 Hér / Here; Heiðdís Halla Bjarnadóttir kr. 150.000 Jökla; Gísli Sigurgeirsson kr. 200.000 Dansstúdíó Emelíu; Listdans á Austurlandi kr. 250.000 Kvennakórinn Héraðsdætur, vontónleikar og Landsmót kvennakóra; Lísa Leifsdóttir kr. 150.000 Ferðasjóður, Stúlknakórinn Liljurnar; Hlín Pétursdóttir Behrens kr. 100.000 Unaðstónar frá ýmsum löndum, tónleikar; Erla Dóra Vogler kr. 100.000 Sumarhús Kjarvals, viðhald og varðveisla; Minjasafn Austurlands kr. 100.000 Skammdegi, kvikmyndavaka; Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 100.000 LAND, sumarýning 2020; Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 300.000 Dansskóli Austurlands; Alona Perepelystia kr. 250.000 Útgáfutónleikar; Sigríður L. Sigurjónsdóttir kr. 100.000 Við erum hér!; Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 150.000 Valþjófsstaðahurðin, sköpun í nútíð og framtíð; Minjasafn Austurlands kr. 100.000 Sunnefa, leiksýning; Svipir ehf kr. 250.000 Minningarreitur við Sleðbrjótskirkju; Stefán Snædal Bragason kr. 50.000 50 ára afmæli NAUST og viðburðir tengdir afmælinu; Daniela Barbara Gscheidel kr. 100.000 Stakkahlíðarsaga og Loðmundarfjarðar; Ólafía Herborg Jóhannsdóttir kr. 100.000 Uppsetning á gamanleik 2020; Leikfélag Fljótsdalshéraðs kr. 200.000 La dolce vita; Sóley Þrastardóttir kr. 250.000 Yfirtaka á Austurlandi; Anna Kolfinna Kuran kr. 100.000 Kjarval og Dyrfjöllin, ensk þýðing; Ásgeir Þórhallsson kr. 50.000 Tónleikar og tónleikaferðir; Kór Egilsstaðakirkju kr. 100.000 Skarfur; Katla Rut Pétursdóttir kr. 150.000 Félagsstarf Málfundafélags Menntaskólans á Egilsstöðum; Ragnhildur Elín Skúladóttir kr. 50.000 List án landamæra 2020; Þroskahjálp á Austurlandi kr. 100.000 Styrktartónleikar geðheilbrigðismál; Bjarni Þór Haraldsson kr. 50.000 Hinsegin Austurland; Þórhallur Jóhannsson kr. 100.000
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlög til menningarstyrkja á árinu 2020. Nefndin felur starfsmanni að auglýsa til umsóknar menningarstyrki fyrir 16. nóvember 2019 sem stefnt er að verði afgreiddir fyrir 1. febrúar 2020.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.