Menningarstyrkir Fljótsdalshéraðs 2020

Málsnúmer 201910112

Atvinnu- og menningarnefnd - 94. fundur - 28.10.2019

Fyrir liggja reglur um úthlutun menningarstyrkja, tillaga að auglýsingu og hugmynd að skiptingu fjármagns til úthlutunar til menningarverkefna.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlög til menningarstyrkja á árinu 2020. Nefndin felur starfsmanni að auglýsa til umsóknar menningarstyrki fyrir 16. nóvember 2019 sem stefnt er að verði afgreiddir fyrir 1. febrúar 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 97. fundur - 20.01.2020

Fyrir liggja umsóknir um menningarstyrki en samkvæmt auglýsingu var umsóknarfrestur til og með 16. desember 2019.

Í vinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 98. fundur - 10.02.2020

Fyrir liggja til afgreiðslu umsóknir um menningarstyrki með umsóknarfresti til 16. desember 2019. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 20. janúar 2020.
Alls bárust 32 umsóknir með styrkbeiðni upp á kr. 13.453.248. Til úthlutunar voru kr. 4.000.000

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að menningarstyrkjum verði úthlutað með eftirfarandi hætti:
Tónlistarstundir 2020; Torvald Gjerde kr. 200.000
Landsbyggðarráðstefna Minjasafns Austurlands og Félags þjóðfræðinga á Íslandi; Minjasafn Austurlands kr. 100.000
Hér / Here; Heiðdís Halla Bjarnadóttir kr. 150.000
Jökla; Gísli Sigurgeirsson kr. 200.000
Dansstúdíó Emelíu; Listdans á Austurlandi kr. 250.000
Kvennakórinn Héraðsdætur, vontónleikar og Landsmót kvennakóra; Lísa Leifsdóttir kr. 150.000
Ferðasjóður, Stúlknakórinn Liljurnar; Hlín Pétursdóttir Behrens kr. 100.000
Unaðstónar frá ýmsum löndum, tónleikar; Erla Dóra Vogler kr. 100.000
Sumarhús Kjarvals, viðhald og varðveisla; Minjasafn Austurlands kr. 100.000
Skammdegi, kvikmyndavaka; Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 100.000
LAND, sumarýning 2020; Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 300.000
Dansskóli Austurlands; Alona Perepelystia kr. 250.000
Útgáfutónleikar; Sigríður L. Sigurjónsdóttir kr. 100.000
Við erum hér!; Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 150.000
Valþjófsstaðahurðin, sköpun í nútíð og framtíð; Minjasafn Austurlands kr. 100.000
Sunnefa, leiksýning; Svipir ehf kr. 250.000
Minningarreitur við Sleðbrjótskirkju; Stefán Snædal Bragason kr. 50.000
50 ára afmæli NAUST og viðburðir tengdir afmælinu; Daniela Barbara Gscheidel kr. 100.000
Stakkahlíðarsaga og Loðmundarfjarðar; Ólafía Herborg Jóhannsdóttir kr. 100.000
Uppsetning á gamanleik 2020; Leikfélag Fljótsdalshéraðs kr. 200.000
La dolce vita; Sóley Þrastardóttir kr. 250.000
Yfirtaka á Austurlandi; Anna Kolfinna Kuran kr. 100.000
Kjarval og Dyrfjöllin, ensk þýðing; Ásgeir Þórhallsson kr. 50.000
Tónleikar og tónleikaferðir; Kór Egilsstaðakirkju kr. 100.000
Skarfur; Katla Rut Pétursdóttir kr. 150.000
Félagsstarf Málfundafélags Menntaskólans á Egilsstöðum; Ragnhildur Elín Skúladóttir kr. 50.000
List án landamæra 2020; Þroskahjálp á Austurlandi kr. 100.000
Styrktartónleikar geðheilbrigðismál; Bjarni Þór Haraldsson kr. 50.000
Hinsegin Austurland; Þórhallur Jóhannsson kr. 100.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.