Atvinnu- og menningarnefnd

98. fundur 10. febrúar 2020 kl. 17:00 - 19:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Skúli Björnsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir varamaður
  • Arngrímur Viðar Ásgeirsson varamaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Egilsstaðaflugvöllur

Málsnúmer 202001096

Á fundinn undir þessum lið mætti Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar.

Jóna Árný fór yfir stöðu Egilsstaðaflugvallar og markaðssetningu Austurlands. Henni þökkuð greinagott yfirlit.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Egilsstaðastofa

Málsnúmer 201910186

Á fundinn undir þessum lið mættu Skúli Björn Gunnarsson, Hafþór Valur Guðjónsson, Heiður Vigfúsdóttir og Margrét Sveinsdóttir, fulltrúar Þjónustusamfélagsins á Héraði og Austurfarar.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 14. nóvember 2019.

Fulltrúar félaganna gerðu grein fyrir verkefnum framundan og kynntu vinnu við nýja heimasíðu visitegilsstadir.is. Þeim þökkuð góð yfirferð.

Atvinnu- og menningarnefnd beinir því til undirbúningsstjórnar um sameiningu sveitarfélaganna og bæjarstjórnar nýs sveitarfélags að gæta þess að samfella verði í marðassetningu svæðisins, að samstarf komist á sem fyrst í markaðs- og atvinnumálum á milli svæða og að það starf verði kraftmikið í nýju sveitarfélagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðstaða fyrir Leikfélag Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201902006

Fyrir liggja drög að samningi við Leikfélag Fljótsdalshéraðs um styrk vegna félags- og geymsluaðstöðu.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 20. janúar 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkja fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að samningi við leikfélagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Menningarstyrkir Fljótsdalshéraðs 2020

Málsnúmer 201910112

Fyrir liggja til afgreiðslu umsóknir um menningarstyrki með umsóknarfresti til 16. desember 2019. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 20. janúar 2020.
Alls bárust 32 umsóknir með styrkbeiðni upp á kr. 13.453.248. Til úthlutunar voru kr. 4.000.000

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að menningarstyrkjum verði úthlutað með eftirfarandi hætti:
Tónlistarstundir 2020; Torvald Gjerde kr. 200.000
Landsbyggðarráðstefna Minjasafns Austurlands og Félags þjóðfræðinga á Íslandi; Minjasafn Austurlands kr. 100.000
Hér / Here; Heiðdís Halla Bjarnadóttir kr. 150.000
Jökla; Gísli Sigurgeirsson kr. 200.000
Dansstúdíó Emelíu; Listdans á Austurlandi kr. 250.000
Kvennakórinn Héraðsdætur, vontónleikar og Landsmót kvennakóra; Lísa Leifsdóttir kr. 150.000
Ferðasjóður, Stúlknakórinn Liljurnar; Hlín Pétursdóttir Behrens kr. 100.000
Unaðstónar frá ýmsum löndum, tónleikar; Erla Dóra Vogler kr. 100.000
Sumarhús Kjarvals, viðhald og varðveisla; Minjasafn Austurlands kr. 100.000
Skammdegi, kvikmyndavaka; Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 100.000
LAND, sumarýning 2020; Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 300.000
Dansskóli Austurlands; Alona Perepelystia kr. 250.000
Útgáfutónleikar; Sigríður L. Sigurjónsdóttir kr. 100.000
Við erum hér!; Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 150.000
Valþjófsstaðahurðin, sköpun í nútíð og framtíð; Minjasafn Austurlands kr. 100.000
Sunnefa, leiksýning; Svipir ehf kr. 250.000
Minningarreitur við Sleðbrjótskirkju; Stefán Snædal Bragason kr. 50.000
50 ára afmæli NAUST og viðburðir tengdir afmælinu; Daniela Barbara Gscheidel kr. 100.000
Stakkahlíðarsaga og Loðmundarfjarðar; Ólafía Herborg Jóhannsdóttir kr. 100.000
Uppsetning á gamanleik 2020; Leikfélag Fljótsdalshéraðs kr. 200.000
La dolce vita; Sóley Þrastardóttir kr. 250.000
Yfirtaka á Austurlandi; Anna Kolfinna Kuran kr. 100.000
Kjarval og Dyrfjöllin, ensk þýðing; Ásgeir Þórhallsson kr. 50.000
Tónleikar og tónleikaferðir; Kór Egilsstaðakirkju kr. 100.000
Skarfur; Katla Rut Pétursdóttir kr. 150.000
Félagsstarf Málfundafélags Menntaskólans á Egilsstöðum; Ragnhildur Elín Skúladóttir kr. 50.000
List án landamæra 2020; Þroskahjálp á Austurlandi kr. 100.000
Styrktartónleikar geðheilbrigðismál; Bjarni Þór Haraldsson kr. 50.000
Hinsegin Austurland; Þórhallur Jóhannsson kr. 100.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Atvinnumálasjóður Fljótsdalshéraðs 2020

Málsnúmer 201911087

Fyrir liggja umsóknir í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs en umsóknarfrestur var til 31. janúar 2020.

Alls bárust níu umsóknir með styrkbeiðni að upphæð kr. 8.055.462. Til úthlutunar voru 2.850.000.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi aðilum verði úthlutað styrkjum úr Atvinnumálasjóði:
Hildur Bergsdóttir; Hjartaslóð ígrundunar- og samræðustokkar kr. 200.000
Bókstafur ehf; 1010 Austurland - gönguleiðir fyrir alla kr. 300.000
Teiknistofan AKS sf; Í átt að fullnýtingu framleiðsluefnis kr. 400.000
Sigrún Jóhanna Steindórsdóttir; Stofnun innrömmunarfyrirtækis kr. 800.000
Ingibjörg Jónsdóttir; Ævintýra- og náttúruferðir fjölskyldunnar kr. 300.000
Krossdal ehf; Markaðssetning Krossdal Gunstock 2020 kr. 200.000
Jökuldalur slf; Uppbygging á þjónustu við Stuðlagil kr. 300.000
Vilhjálmur Karl Jóhannsson; Þrepin kr. 300.000
Birna Sif Margrétardóttir; Einhverfurófsröskun, fimm daga þjálfun í kennslustofu kr. 50.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar 2020

Málsnúmer 202002019

Fyrir liggur að gera starfsáætlun nefndarinnar fyrir 2020.

Málið í vinnslu.

7.Flutningsjöfnunarsjóður

Málsnúmer 202002032

Fyrir liggur tölvupóstur frá Sigrúnu Hólm Þórleifsdóttur um flutningsjöfnunarsjóð.

Málið verður tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 19:45.