Á fundinn undir þessum lið mættu Skúli Björn Gunnarsson, Hafþór Valur Guðjónsson, Heiður Vigfúsdóttir og Margrét Sveinsdóttir, fulltrúar Þjónustusamfélagsins á Héraði og Austurfarar. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 14. nóvember 2019.
Fulltrúar félaganna gerðu grein fyrir verkefnum framundan og kynntu vinnu við nýja heimasíðu visitegilsstadir.is. Þeim þökkuð góð yfirferð.
Atvinnu- og menningarnefnd beinir því til undirbúningsstjórnar um sameiningu sveitarfélaganna og bæjarstjórnar nýs sveitarfélags að gæta þess að samfella verði í marðassetningu svæðisins, að samstarf komist á sem fyrst í markaðs- og atvinnumálum á milli svæða og að það starf verði kraftmikið í nýju sveitarfélagi.
Fyrir liggja drög að samningi við Leikfélag Fljótsdalshéraðs um styrk vegna félags- og geymsluaðstöðu. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 20. janúar 2020.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkja fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að samningi við leikfélagið.
Fyrir liggja til afgreiðslu umsóknir um menningarstyrki með umsóknarfresti til 16. desember 2019. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 20. janúar 2020. Alls bárust 32 umsóknir með styrkbeiðni upp á kr. 13.453.248. Til úthlutunar voru kr. 4.000.000
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að menningarstyrkjum verði úthlutað með eftirfarandi hætti: Tónlistarstundir 2020; Torvald Gjerde kr. 200.000 Landsbyggðarráðstefna Minjasafns Austurlands og Félags þjóðfræðinga á Íslandi; Minjasafn Austurlands kr. 100.000 Hér / Here; Heiðdís Halla Bjarnadóttir kr. 150.000 Jökla; Gísli Sigurgeirsson kr. 200.000 Dansstúdíó Emelíu; Listdans á Austurlandi kr. 250.000 Kvennakórinn Héraðsdætur, vontónleikar og Landsmót kvennakóra; Lísa Leifsdóttir kr. 150.000 Ferðasjóður, Stúlknakórinn Liljurnar; Hlín Pétursdóttir Behrens kr. 100.000 Unaðstónar frá ýmsum löndum, tónleikar; Erla Dóra Vogler kr. 100.000 Sumarhús Kjarvals, viðhald og varðveisla; Minjasafn Austurlands kr. 100.000 Skammdegi, kvikmyndavaka; Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 100.000 LAND, sumarýning 2020; Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 300.000 Dansskóli Austurlands; Alona Perepelystia kr. 250.000 Útgáfutónleikar; Sigríður L. Sigurjónsdóttir kr. 100.000 Við erum hér!; Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 150.000 Valþjófsstaðahurðin, sköpun í nútíð og framtíð; Minjasafn Austurlands kr. 100.000 Sunnefa, leiksýning; Svipir ehf kr. 250.000 Minningarreitur við Sleðbrjótskirkju; Stefán Snædal Bragason kr. 50.000 50 ára afmæli NAUST og viðburðir tengdir afmælinu; Daniela Barbara Gscheidel kr. 100.000 Stakkahlíðarsaga og Loðmundarfjarðar; Ólafía Herborg Jóhannsdóttir kr. 100.000 Uppsetning á gamanleik 2020; Leikfélag Fljótsdalshéraðs kr. 200.000 La dolce vita; Sóley Þrastardóttir kr. 250.000 Yfirtaka á Austurlandi; Anna Kolfinna Kuran kr. 100.000 Kjarval og Dyrfjöllin, ensk þýðing; Ásgeir Þórhallsson kr. 50.000 Tónleikar og tónleikaferðir; Kór Egilsstaðakirkju kr. 100.000 Skarfur; Katla Rut Pétursdóttir kr. 150.000 Félagsstarf Málfundafélags Menntaskólans á Egilsstöðum; Ragnhildur Elín Skúladóttir kr. 50.000 List án landamæra 2020; Þroskahjálp á Austurlandi kr. 100.000 Styrktartónleikar geðheilbrigðismál; Bjarni Þór Haraldsson kr. 50.000 Hinsegin Austurland; Þórhallur Jóhannsson kr. 100.000
Fyrir liggja umsóknir í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs en umsóknarfrestur var til 31. janúar 2020.
Alls bárust níu umsóknir með styrkbeiðni að upphæð kr. 8.055.462. Til úthlutunar voru 2.850.000. Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi aðilum verði úthlutað styrkjum úr Atvinnumálasjóði: Hildur Bergsdóttir; Hjartaslóð ígrundunar- og samræðustokkar kr. 200.000 Bókstafur ehf; 1010 Austurland - gönguleiðir fyrir alla kr. 300.000 Teiknistofan AKS sf; Í átt að fullnýtingu framleiðsluefnis kr. 400.000 Sigrún Jóhanna Steindórsdóttir; Stofnun innrömmunarfyrirtækis kr. 800.000 Ingibjörg Jónsdóttir; Ævintýra- og náttúruferðir fjölskyldunnar kr. 300.000 Krossdal ehf; Markaðssetning Krossdal Gunstock 2020 kr. 200.000 Jökuldalur slf; Uppbygging á þjónustu við Stuðlagil kr. 300.000 Vilhjálmur Karl Jóhannsson; Þrepin kr. 300.000 Birna Sif Margrétardóttir; Einhverfurófsröskun, fimm daga þjálfun í kennslustofu kr. 50.000
Jóna Árný fór yfir stöðu Egilsstaðaflugvallar og markaðssetningu Austurlands. Henni þökkuð greinagott yfirlit.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.