Atvinnumálasjóður Fljótsdalshéraðs 2020

Málsnúmer 201911087

Atvinnu- og menningarnefnd - 96. fundur - 05.12.2019

Fyrir liggja úthlutunarreglur og fleiri gögn er varða Avinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að auglýst verði eftir styrkjum úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs með umsóknarfresti til 31. janúar 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 98. fundur - 10.02.2020

Fyrir liggja umsóknir í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs en umsóknarfrestur var til 31. janúar 2020.

Alls bárust níu umsóknir með styrkbeiðni að upphæð kr. 8.055.462. Til úthlutunar voru 2.850.000.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi aðilum verði úthlutað styrkjum úr Atvinnumálasjóði:
Hildur Bergsdóttir; Hjartaslóð ígrundunar- og samræðustokkar kr. 200.000
Bókstafur ehf; 1010 Austurland - gönguleiðir fyrir alla kr. 300.000
Teiknistofan AKS sf; Í átt að fullnýtingu framleiðsluefnis kr. 400.000
Sigrún Jóhanna Steindórsdóttir; Stofnun innrömmunarfyrirtækis kr. 800.000
Ingibjörg Jónsdóttir; Ævintýra- og náttúruferðir fjölskyldunnar kr. 300.000
Krossdal ehf; Markaðssetning Krossdal Gunstock 2020 kr. 200.000
Jökuldalur slf; Uppbygging á þjónustu við Stuðlagil kr. 300.000
Vilhjálmur Karl Jóhannsson; Þrepin kr. 300.000
Birna Sif Margrétardóttir; Einhverfurófsröskun, fimm daga þjálfun í kennslustofu kr. 50.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.