Aðstaða fyrir Leikfélag Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201902006

Atvinnu- og menningarnefnd - 89. fundur - 11.06.2019

Fyrir liggur erindi frá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs þar sem óskað er eftir liðsinni sveitarfélagsins við að leysa fyrirliggjandi aðstöðuvanda leikfélagsins.

Benedikt lagði til að styrkupphæðin yrði kr. 420.000.
Var tillagan felld með öllum greiddum atkvæðum.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Leikfélag Fljótsdalshéraðs verði styrkt um kr. 650.000 vegna félags- og geymsluaðstöðu það sem eftir er af árinu, sem tekinn verði af lið 0581. Starfsmanni falið að gera samning við leikfélagið þar sem kveðið verði m.a. á um verkefni á vegum þess.
Mögulegur stuðningur við leikfélagið á næsta ári verði tekinn upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2020.
Nefndin leggur til að metið verði hvort Kornskálann við Sláturhúsið megi á komandi árum nota sem félags- og geymsluaðstöðu fyrir leikfélagið.

Samþykkt með þremur atkvæðum (AGI, ABU, ASH), en einn sat hjá (ÍKH).

Atvinnu- og menningarnefnd - 93. fundur - 10.10.2019

Fyrir liggur minnisblað um Kornskálann.

Málinu frestað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 97. fundur - 20.01.2020

Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 10. október 2019.

Fyrir liggur minnisblað um Kornskálann, sem áður var á dagskrá nefndar 10. október 2019.

Atvinnu- og menningarnefnd telur ekki forsendur til að fara í viðgerð á Kornskálanum.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að gera drög að samningi við Leikfélag Fljótsdalshéraðs um styrk vegna félags- og geymsluaðstöðu sem gildi út árið 2021.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 98. fundur - 10.02.2020

Fyrir liggja drög að samningi við Leikfélag Fljótsdalshéraðs um styrk vegna félags- og geymsluaðstöðu.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 20. janúar 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkja fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að samningi við leikfélagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.