Fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands frá 26. nóvember 2019

Málsnúmer 202001004

Atvinnu- og menningarnefnd - 97. fundur - 20.01.2020

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands frá 26. nóvember 2019. Á fundinn undir þessum lið mætti Elsa Guðný Björgvinsdóttir, forstöðumaður Minjasafns Austurlands.

Elsa Guðný, forstöðumaður safnsins, gerði grein fyrir ástæðum þess að launaliður fer fram úr áætlun fyrir árið 2019 vegna endurskoðaðs starfsmats.

Atvinnu- og menningarnefnd telur brýnt að fundin verði framtíðarlausn á varðveisluhúsnæði fyrir muni safnsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.