Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 499

Málsnúmer 2001022F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 307. fundur - 05.02.2020

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • .1 202001001 Fjármál 2020
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður undirbúningsnefndar fyrir leikskólabyggingu í Fellabæ mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og fór yfir vinnu og hugmyndir sem ræddar hafa verið og upplýsti fundarmenn um stöðuna.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og beinir því til byggingarnefndar að leikskóli sá sem byggður verður hýsi þrjár deildir. Ekki sé ástæða til að gera ráð fyrir stækkun byggingarinnar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að óska eftir því við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að uppfærsla húsnæðisáætlunar Fljótsdalshéraðs eigi sér stað að lokinni fyrirhugaðri sameiningu og yrði þá gefin út sameiginlega fyrir nýtt sveitarfélag.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs þann 20. janúar kynntu fulltrúar frá HSA, þeir Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga og Guðjón Hauksson forstjóri, hugmyndir um samstarf sveitarfélagsins og HSA um heilsueflingu. Þær hugmyndir byggjast á verkefni sem nefnist „Positive Health“ og áhuga HSA á því að vinna að því í samstarfi við lýðheilsustofnunina iPH í Hollandi og við þau sveitarfélög á Austurlandi sem hafa gefið sig út sem heilsueflandi sveitarfélög.
    Bæjarráð samþykkti af því tilefni að stefna að slíku samstarfi.
    Á fundi bæjarráðs þann 3. febrúar lágu síðan fyrir drög að samstarfssamningi um verkefnið milli framangreindra aðila. Bæjarráð óskaði eftir því að gerðar yrðu tilteknar breytingar á þeim drögum en veitti bæjarstjóra heimild til að undirrita samninginn að þeim breytingum gerðum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og samþykkir að taka þátt í verkefninu miðað við að kostnaður Fljótsdalshéraðs vegna þess árið 2020 verði, miðað við núverandi gengi gjaldmiðla, að hámarki á bilinu 400-600 þúsund krónur og að kostnaður sameinaðs sveitarfélags við verkefnið í framhaldi, miðað við sömu forsendur, verði að hámarki á bilinu 800-900 þúsund krónur árlega.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs var farið yfir reynslu af mætingu íbúa í samfélagssmiðjuna síðustu mánuði og tillögur að viðverutíma út frá henni.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að tímabilið febrúar til og með apríl, verði föst viðvera bæjarfulltrúa og starfsmanna í samfélagssmiðjunni á fimmtudögum frá kl. 14:00 til kl. 18:00. Einnig verði leitast við að tryggja viðveru í tengslum við aðra viðburði í húsinu þegar það kann að henta.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.