Náttúruverndarnefnd - 16

Málsnúmer 2001010F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 307. fundur - 05.02.2020

Til máls tóku: Guðfinna Harpa Árnadóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 8.5 og bar fram fyrirspurn. Guðfinna Harpa Árnadóttir, sem ræddi lið 8.5 og svaraði fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 8.5 og svaraði fyrirspurn. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 8.5 og þakkaði veitt svör og gerði tillögu að viðbót við fyrirliggjandi bókun og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 8.5.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Á fundi náttúruverndarnefndar var rætt um útmörk þess svæðis sem unnið verður með í Úthéraðsverkefninu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með náttúruverndarnefnd og telur að skynsamlegt sé að halda áherslu verkefnisins fyrst og fremst á votlendissvæði yst á Héraði auk fjalllendis austan og norðan megin Héraðs og út á annes.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Fundargerð starfshópsins lögð fram til kynningar að öðru leyti.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir bókun Náttúruverndarnefndar og lýsir yfir ánægju sinni með skýrslur landvarða og þá vinnu sem unnin hefur verið. Einnig tekur bæjarstjórn undir með nefndinni og leggur áherslu á að framhald verði á verkefninu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með náttúruverndarnefnd og telur ástæðu til að hafa áhyggjur af landbroti á Víðum og Víðihólmum, sem er svæði á náttúruminjaskrá. Einnig sé ástæða til að skoðað verði hvort landbrot á sér stað á bökkum Lagarfljóts í Húsey, sem einnig er á náttúruminjaskrá
    og er því beint til Landgræðslunnar.
    Bæjarstjórn beinir því til Landsvirkjunar að horft verði sérstaklega til að vernda svæði á náttúruminjaskrá fyrir landbroti sem til er komið vegna aukins vatnsmagns í Lagarfljóti eftir virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með náttúruverndarnefnd og vill fyrir hönd Fljótsdalshéraðs þakka Umhverfisstofnun og öllum fundargestum fyrir komuna og lýsir yfir ánægju með efni fundarins og þær umræður sem þar fóru fram.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • .10 201808014 Þjóðgarðastofnun
    Bókun fundar Í vinnslu.